Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 80
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA ar aðfinslur helst komið frá mönnum í vinstra fylgingararm rithöfund- anna, mönnum sem fylgt hafa hinni nýju stílstefnu Þórbergs og Laxness. Er auðvitað að þessir menn, sem markvist hafa unnið að sköpun hins nýja bókmentastíls, er hvorki for- smáir alþýðuorð þó af útlendum upp- runa sé, né upptöku útlendra orða, ef smekkurinn býður þeim svo við að horfa, — það er auðvitað að þessir menn myndu öðrum fremur finna veilur í stíl Guðmundar, sem siglir hjá öllum þessum skerjum. Það verður altaf að nokkru leyti smekk- atriði að hve miklu leyti menn slaka á taumnum við útlendu áhrifin. En jafnvel þeir, er gefa lausastan taum- inn, munu þó fúslega játa, að eigi megi með öllu sleppa taumhaldinu, enda er hætt við að þá yrðu dagar ís- lenskunnar, eins og hún er nú, fljótt taldir. Þessvegna verður, að minni hyggju, þeim mönnum aldrei of- þakkað, er velja hinn erfiðari kost- inn og slaka ekki á klónni í kröfun- um um hreinleik málsins. Og í þeim flokki stendur Guðmundur manna framast. Eg má ekki skiljast svo við þetta mál, að eg harmi það ekki að orða- nefndin skyldi leggja niður störf sín. Eg get ekki betur séð en að þörfin fyrir slíka nefnd fari sívaxandi. Slík nefnd hefði t. d. átt að skipuleggja þýðingar á hernaðarmáli og öllu því sem hernáminu við kemur. Það hefði, að minni hyggju, átt að vera ein af aðal landvarnar-ráðstöfunum að láta þessa nefnd starfa meðan á stríðinu stæði. Því einmitt á sviði málsins getum við haldið landvörn uppi og eigum að gera það. Get eg ekki skilið annað en að það hefði verið kleift fjárhagsins vegna á þessum tímum, þegar íslendingar eru að verða miljónerar á stríðsgróða. Auk starfsins að auðgun tung- unnar varð íslensk tunga Guðmundi einnig íhugunarefni á margan hátt, en þó einkum frá menningarsöguleg- um og sálfræðilegum sjónarmiðum. Má heita að greinar eins og “íslensk gælunöfn” (Skíinir 1926), “Bölv og ragn” (Skírnir 1927) og jafnvel “Or- sakir hljóðbreytinganna” (á þýzku 1929, Skírnir 1931), sé eins nauðsyn- legir hlekkir í hugsana-festi hans um eðli íslendinga, eins og t. d. “Þorskhausarnir og þjóðin” (Eimr. 1925). Hið merka í grein hans um hljóðbreytingarnar, er tilraun hans til að skýra breytingarnar á Sturl- ungaöld út frá sálarlífi manna. Hvort honum hefir tekist það er annað mál, en geta má þess, að þessar hugs- anir hans um málið eru í beinu fram- haldi af greininni “Sálarlífið og svipbrigðin” (Skírnir 1926). Eftir 1916 fór Guðmundur Finn- bogason meir og meir að brjóta heil- ann um þjóðernis-einkenni íslend- inga. Eins og áður segir, fór hann það ár í fyrirlestra-ferð um bygðir Vestur-fslendinga, las þeim fyrir JJm viðhald íslensks þjóðernis 1 Vesturheimi (Winnipeg 1916) og skrifaði grein um þá í Skírni árið eftir. Þykir mér ekki ólíklegt, að kynni hans af Vestur-íslendingum hafi skerpt sjón hans á því, sem einkennilegt er í fari íslendinga bæði heima og erlendis. Að minsta kosti skrifar hann nú greinina “Landið og þjóðin” (Skírnir 1916), þar sem hann reynir að gera það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.