Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 80
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
ar aðfinslur helst komið frá mönnum
í vinstra fylgingararm rithöfund-
anna, mönnum sem fylgt hafa hinni
nýju stílstefnu Þórbergs og Laxness.
Er auðvitað að þessir menn, sem
markvist hafa unnið að sköpun hins
nýja bókmentastíls, er hvorki for-
smáir alþýðuorð þó af útlendum upp-
runa sé, né upptöku útlendra orða,
ef smekkurinn býður þeim svo við að
horfa, — það er auðvitað að þessir
menn myndu öðrum fremur finna
veilur í stíl Guðmundar, sem siglir
hjá öllum þessum skerjum. Það
verður altaf að nokkru leyti smekk-
atriði að hve miklu leyti menn slaka
á taumnum við útlendu áhrifin. En
jafnvel þeir, er gefa lausastan taum-
inn, munu þó fúslega játa, að eigi
megi með öllu sleppa taumhaldinu,
enda er hætt við að þá yrðu dagar ís-
lenskunnar, eins og hún er nú, fljótt
taldir. Þessvegna verður, að minni
hyggju, þeim mönnum aldrei of-
þakkað, er velja hinn erfiðari kost-
inn og slaka ekki á klónni í kröfun-
um um hreinleik málsins. Og í þeim
flokki stendur Guðmundur manna
framast.
Eg má ekki skiljast svo við þetta
mál, að eg harmi það ekki að orða-
nefndin skyldi leggja niður störf sín.
Eg get ekki betur séð en að þörfin
fyrir slíka nefnd fari sívaxandi. Slík
nefnd hefði t. d. átt að skipuleggja
þýðingar á hernaðarmáli og öllu því
sem hernáminu við kemur. Það hefði,
að minni hyggju, átt að vera ein af
aðal landvarnar-ráðstöfunum að láta
þessa nefnd starfa meðan á stríðinu
stæði. Því einmitt á sviði málsins
getum við haldið landvörn uppi og
eigum að gera það. Get eg ekki
skilið annað en að það hefði verið
kleift fjárhagsins vegna á þessum
tímum, þegar íslendingar eru að
verða miljónerar á stríðsgróða.
Auk starfsins að auðgun tung-
unnar varð íslensk tunga Guðmundi
einnig íhugunarefni á margan hátt,
en þó einkum frá menningarsöguleg-
um og sálfræðilegum sjónarmiðum.
Má heita að greinar eins og “íslensk
gælunöfn” (Skíinir 1926), “Bölv og
ragn” (Skírnir 1927) og jafnvel “Or-
sakir hljóðbreytinganna” (á þýzku
1929, Skírnir 1931), sé eins nauðsyn-
legir hlekkir í hugsana-festi hans
um eðli íslendinga, eins og t. d.
“Þorskhausarnir og þjóðin” (Eimr.
1925). Hið merka í grein hans um
hljóðbreytingarnar, er tilraun hans
til að skýra breytingarnar á Sturl-
ungaöld út frá sálarlífi manna. Hvort
honum hefir tekist það er annað
mál, en geta má þess, að þessar hugs-
anir hans um málið eru í beinu fram-
haldi af greininni “Sálarlífið og
svipbrigðin” (Skírnir 1926).
Eftir 1916 fór Guðmundur Finn-
bogason meir og meir að brjóta heil-
ann um þjóðernis-einkenni íslend-
inga. Eins og áður segir, fór hann
það ár í fyrirlestra-ferð um bygðir
Vestur-fslendinga, las þeim fyrir
JJm viðhald íslensks þjóðernis 1
Vesturheimi (Winnipeg 1916) og
skrifaði grein um þá í Skírni árið
eftir. Þykir mér ekki ólíklegt, að
kynni hans af Vestur-íslendingum
hafi skerpt sjón hans á því, sem
einkennilegt er í fari íslendinga
bæði heima og erlendis. Að minsta
kosti skrifar hann nú greinina
“Landið og þjóðin” (Skírnir 1916),
þar sem hann reynir að gera það