Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 96
72 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA til að fræðast um upphaf allra hluta. Vala, hinn mikli spásagnarandi, eða þrír jafnsnjallir þjónar hennar (Hár, Jafnhár og Þriðji) bera fram heims- mynd, sem fræðimenn telja sniðna eftir grískri fyrirmynd (Hesiod) en litaða af staðháttum og samtíð. A morgni tilverunnar, áður en sjáifur Ýmir varð til, var hvorki til sandur né sær, himin né jörð, heldur aðeins autt svæði eitt mikið er nefndist “Ginnungagap.” Að norðanverðu við gap þetta var Niflheimur, heimkynni ísa, þoku og snjóa, en að sunnan Mú- spellsheimur, þar sem ljósið og sólin áttu heima. Þar sem sunnanblærinn blés um hrímið, myndaðist gufa eða eimyrja, af henni spratt Ýmir, hinn mikli faðir hrímþursanna. Ýmir nærðist af mjólk kýrinnar Auðhumlu, en sjálf lifði hún af því að sleikja ís- molana sem féllu ofan í ginnunga- gap, og þannig varð Búri einnig til að kýrin sleikti hina söltu hrímsteina. Búri gat son er Borr hét, en hann varð faðir Óðins. Bræður Óðins voru Vili og Vé. Þegar Óðinn var fulltíða steypti hann forföður sínum Ými frá völdum, og settist sjálfur að stjórn. Síðan er jörðin mynduð úr líkama Ýmis, sjórinn úr blóði hans, fjöllin úr beinagrind hans, klettar og klöngur úr tönnum hans, himininn úr hauskúpu hans, og heili hans verður að skýjum loftsins. Fjórir dvergar mynda nú stoðir himinsins, eru það þeir Austri, Vestri, Norðri og Suðri. Tóku nú þeir Bors synir gneista þá sem kastast höfðu úr Múspellsheimi og mynduðu af þeim stjörnur lofts- ins yfir Ginnungagapi. Heimurinn fær nú nýtt nafn og nefnist Miðgarð- ur vegna þess að hann er mitt á milli eld-lands og ís-lands. Til þess að vernda heiminn frá jötnum sem bjuggu í Niflheimi mynduðu nú Óðinn og bræður hans girðingu mikla úr augnahárum Ýmis. Er þeir félagar gengu um f jörur fundu þeir tvö reka- tré. Úr trjám þessum sköpuðu þeir Ask og Emblu, Adam og Evu hinnar norrænu sköpunarsögu. Þar sem áður var autt og tómt, Ginnungagap, stendur nú askurinn Yggdrasill, sem táknar lífið, tímann og örlögin. Askurinn er allra trjáa mestur og bestur. Þrjár rætur trés- ins halda því uppi, og standa afar- breitt. Tákna þær hver um sig afl andans, efnisins og undirheimanna. Ein þeirra er með ásum, önnur með hrímþursum, en sú þriðja stendur yfir Niflheimi. Ein þeirra dregur vökva sinn úr Urðarbrunni, önnur úr Mímisbrunni og sú þriðja úr Hver- gelmi. Að rótum trésins falla einnig árnar Svöl, Gunnþrá, Fjörm, Fimbul- þul, Slíður og Hríð. Samnafn þeirra allra er Elivágar, og renna þær allar í suður. Ræturnar þrjár halda Yggdrasil uppi, en undir laufskrúði hans er Ás- garður, heimkynni goðanna, Óðins og hinna tólf ása. Þar stendur Val- höll heimkynni hinna hraustu sem féllu með sæmd í orustum, þar eru Álfheimar, þar er Breiðablik, heim- kynni Baldurs hins góða; þar er Hliðskjálf, þaðan sem Óðinn getur litast um og séð hvað gerist um heim allan; þar eru Himinbjörg, bústaður hins sterka Þórs, og þar, “á sunnan- verðum himinsenda, er sá salur sem er allra fegurstur og bjartari en sól- in, er Gimli heitir; hann skal standa þá bæði himin og jörð hefir farist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.