Unga Ísland - 01.12.1948, Blaðsíða 42
40
baminu. Það hætti að hafa næði með vökudrauma sína,
hætti jafnvel að finna andardrátt englanna leika um vanga
sinn á kvöldin, og hætti að sigla heimsálfanna milli á litla
pappabátnum.
Stóri karlinn krafðist þess, að það liti hlutina í réttu ljósi.
— Blóm var bara blóm; það var mállaust. Endemis vit-
leysa, að hægt væri að tala við blóm! sagði stóri karlinn,
með rembingi.
Barnið roðnaði og fór hjá sér.
Þá færðist stóri karlinn í aukana og hélt áfram að atyrða
barnaskapinn: — Fjörulónið er ekkert haf, hvað þá að
pappabátur sé nokkurt kaupfar, er sigli til suðrænna landa
eftir aldinum og gulli... Þvílíkur hugarburður og bama-
skapur!
Svona lætur stóri karlinn alltaf, síðan honum óx fiskur
um hrygg!
Einu sinni fyrir langa löngu kom bamið auga á dyr í
svarta klettinum í borginni fyrir ofan bæinn, og það sá
meira að segja inn um dyrnar, og við því blasti skínandi
fögur álfahöll. Álfamir dönsuðu um höllina, klæddír
skrautklæðum og með gullbúna sprota, en í hásætinu sátu
konungur og drottning, og hirðfólkið hneigði sig lotningar-
fullt fyrir konungshjónunum um leið og það sveif fram hjá
hásætinu.
Þannig yoru undraheimarnir, sem bamið lifði í og dáðist
að, fullir af töfrum og fegurð.
En eftir að stóri karlinn komst í spilið, varð svarti klett-
urinn í borginni fyrir ofan bæinn bara svartur klettur.
Þannig hefur bamið spillzt af áróðri stóra karlsins. Nú er
því ómögulegt að sjá lengur inn í álfahöllina fögru. Það
sér ekki einu sinni lengur móta fyrir neinum dymm í
klettinum, — nei, ekki einu sinni þeim.
Þá er nú varla lengur um það að ræða, að lesa ský
híminsins, eins og áður. Sú var þó tíðin, að skýin voru