Unga Ísland - 01.12.1948, Blaðsíða 85
að taka í hjarðmeyna, til að hindra að hún færi. Hjarð-
meyjan sleppti hurðarhúninum, hún fór að leika fjörugt
lag, svo fór hún að dansa, hún kom nær og nær og sneri
sér stöðugt í hring. Hún nam staðar fyrir framan glugga
Haustsins, hallaði sér fram og hvíslaði lágt: „Nú og um
alla eilífð! Ef þú ekki yfirgefur mig, fer ég ekki heldur
frá þér!“
Haustið skildi, að þetta var eiður svarinn, hún dró aftur
að sér handleggina og vottaði þakklæti sitt með augunum;
Lag hjarðmeyjarinnar varð nú alvarlegra, en inn á milli
heyrðust gleðiómar, sem hjarðmeyjan dró þó alltaf úraftur.
„Húúúíj!“ og Hvirfilvindurinn kom þjótandi inn, „sjáðu
hvað ég færi þér, María!“
Rauð, hvít, gul og fjólublá blóm, fullan kaffidúk af
þeim breiddi Hvirfilvindurinn út fyrir fótum undrandi
hjarðmeyjarinnar. Þegar Haustið spurði Heinz, hvar hann
hefði náð í öll þessi blóm, varð hann að játa, að enginn
hefði verið heima hjá nágrannanum.
„En Magda? Hugsaðirðu ekki um Mögdu?“
„Þessi blóm átti bróðir hennar, og nú á hjarðmeyjan
þau!“
„Af hverju færir þú mér þessi fallegu blóm?“
Heinz leit niður fyrir sig: „Af því að þú spilaðir svo vel“.
Hjarðmeyjan kraup á kné og gældi við fallegu blómin.
Haustið fann það líka, að búið var að skemma leikinn með
síðasta athæfi Heinz og hiin kom fram frá glugganum.
Og þarna stóð Súsanna og sá opinn blámálaðan gluggann
á húsi sínu, lausan við allt dularfullt. Fánarnir, sem blöktu
áður svo fagurlega, voru nú aftur tuskur, klakadrönglamir
glerbrot og hjarðmeyjan, sem nú var að búa til blómsveig
úr blómunum, sem Heinz hafði komið með, var María
Haberl, með tyrkneska kollhúfu á höfðinu, töframir voru
horfnir, leikurinn á enda.