Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 17

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 17
HUGLEIÐINGAR UM NÝJA ÍSLAND 15 kofanum, þar sem hún fyrst kom upp, var nú óðum að breiðast út og magnast, en ókunnugt var hvað' víða liún var komin. Menn urðu hljóöir er þeir hlustuöu á þessar sí- endurteknu fréttir, og gáleysishjal og ærsl þokuðu á augnabliki fyrir alvarlegri hugsun, því allir áttu vini eða vandamenn og margir nánustu ástvini, konur og börn, einhversstaðar á leið þessa herfi- lega sjúkdóms. Voru þessir vinir óhultir enn, eða voru þeir máske á þessu augnabliki að byltast hálf- rænulausir á sóttarsænginni. Upp á þá spurningu fékst ekkert svar. Innan skamms barst sú frétt, að bólan væri farin að stinga sér nið- ur á Gimli, og að alment væru menn nú að einangra hús sín. Annað gátu þeir eltki gert, að svo stöddu, en sannast er, að virkileg einangrun var nær ómöguleg, eins og ástæður voru. Um alt þetta varð tíðrætt í tjöldum brautar- manna, og um það, hvort ekki væri hugsandi, að vágestur þessi væri einmitt nú kominn í tjöldin yfir liöfði þeirra,þó enn lægi hann í leyni. En hvað sem nú um alt þetta var talað, þá afréðu sumir með sjálfum sér, að kendu þeir minsta lasleika, þá skyldu þeir ekki eiga neitt á liættu, en hraða ferð- um heim til sín. * * V Það var komið fram í nóvember; brautin var komin suður nálægt Merkjalæk, og stóðu tjaldbúðirnar í þéttum hnapp á mýrarflesju á brautarjaðrinum. Kvöld eitt, er heim kom að búðum frá vinnunni, gekk unglingspiltur einn rakleiðis að fleti sínu og fleygði sér þar nið- ur, áður en hann gengi til kvöld- verðar. Var þetta á móti venju og eftir því tók maður sá er næsta flet átti, Jón að nafni, og spurði piltinn hvort nokkuð væri að. Neitaði pilturinn því en kvaðst hálfslæpt- ur. Morguninn eftir vaknaði hann með höfuðverk, en gat ekki um og gekk til vinnu. Hann hélt að höf- uðverkurinn myndi rjátlast af sér, en af því varð þó ekki, og laust fyr- ir hádegið gat hann þess við Jón, er þeir streittu við að losa illyrmis- lega rótarflækju. Jón rétti sig upp, athugaði piltinn, og sagði svo: “Eins víst er þetta bara kvef, en eins og ástatt er, hefði eg í þínum sporum undireins farið af stað heim, því hér vildi eg ekki þurfa að liggja veikur.” Þetta varð úr, og litlu eftir liádegið gekk piltur- inn norður braut, með föggur sín- ar á baki. Nokkru fyrir sunnan Gimli gekk hann heim að húsi til þess að fá sér að drekka, því hiti var í honum, og sótti á hann þorsti. Vatnið var veitt tafarlaust, en nú var sú breyting orðin á siðvenju, að dyr voru ekki opnaðar meira en svo, að bollinn kæmist um gættina. Hér sá hann nú í fyrsta sinn, hvað einangrun þýddi, og flaug undir- eins í liug, að máske fengi hann nú hvergi húsaskjól á Gimli, og fór að velta fyrir sér, hvað þá yrði væn- legast að gera. En það kom ekki til neinna örþrifsráöa, því gistingu fékk hann orðalaust, og sagði hann þó hreinskilnislega, að hann hefði höfuðverk og snert af beinverkjum. “Það er bara kvef, drengur minn,” sagði húsfreyja, eftir að hafa horft á hann um stund. “Eg dríf það úr þér með “Pain-Killer” (einkaleyf- is meðal alment notað á þeim ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.