Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 16
14
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
komnir inn, að kvöldi dags, sem
þar höfðu heimili, þá segir sig
sjálft, að hversu mikið lireinlæti
sem anars var viðhaft, hlaut and-
rúmsloftið innan skams að verða
þungt og óheilnæmt. Hjá því varð
ekki komist og engin heilbrigðis-
nefnd, þó til hefði verið, hefði get-
að ráðið nokkra bót þar á, því inn-
an húsveggja varð fólkið að vera,
hvað þröngt sem var setið. Þegar
athugaðar eru þessar heimilisástæð-
ur, þá virðist nær undravert,' að
fólkið stráféll ekki úr bólusóttinni,
þreytt og þjakað eins og það var
eftir sex þúsund mílna ferð frá föð-
urlandinu. Virðist þetta bera þess
vott, að umgengnin öll liafi verið
betri og varúðarreglum betur fylgt
en framast mátti vænta og mögu-
legt mátti virðast, eins og allar
kringumstæður voru.
w * *
Þegar haustaði, lét stjórnin byrja
á vegagerð eftir nýlendunni. Þar
fékst atvinna fyrir fjölda manns og
kom það í góðar þarfir, því lítil var
von um atvinnu út í frá, á þeim
tíma árs. En brautargerðin var
fólgin í því, að hreinsuð var 25—30
feta breið rönd af vegstæðinu, tré
öll feld og rifnar upp rætur og
stofnar svo vel sem varð. Úr noklt-
urri fjarlægð að líta, var þessi
rönd eins og örmjó geil gegnum
skóginn, því til beggja handa risu
poplartrén 50—70 feta há, og mun
hærra þó grenitrjátopparnir, er
stórum prýða skóginn, skrúðgræn-
ir jafnt á vetri og sumri. Og þessi
rönd varð áður lyki nær 60 rnílur á
lengd, frá suðurjaðri skógarins við
Netlulæk norður að íslendingafljóti.
Var þetta upphaf þess þjóðvegar,
er smám saman, en hægt og síg-
andi, óx upp af þessum brautarvísi,
þangað til hann náði óslitinn norð-
an frá Fljóti til Selkirk og Winni-
peg.
Gimli er sem næst miðja vega
milli Islendingafljóts og Netlulækj-
ar; þar var stjórnarsetur nýlend-
unnar og þar var geymt mest af
vöruforða stjórnarinnar. Þaðan
var því brautargerðin hafin, bæði
norður og suður. Vinnuboði þessu
var vel tekið og þustu nú allir í
brautarvinnu, sem vetlingi gátu
valdið og sem að heiman máttu
fara, og nutu þar gagnlegrar til-
sagnar og æfingar við skógarvinnu,
jafnframt því, er þeir innunnu sér
peninga. Kaupgjaldið var eins og
alment gerðist þá, aðbúnaður til-
tölulega góður í tjöldunum, og
fæðið betra en margir höfðu áður
átt að venjast. Flestir brautar-
manna voru ungir og hraustir og
var því oft glatt á lijalla á kvöldin.
Þeir, sem vígfúsir voru, þreyttu þá
glímur og aflraunir úti á nýrri og
sléttri brautinni. Aðrir hlýddu á
söngva, og á sögur af svaðilförum
að heiman, — af “Höfðabrekku-
Jóku”, af “Skottu” og af “Móra”
m. m. Alt var látið fjúka.
Útlitið var hið vænlegasta og í
svipinn lék alt í lyndi. En fyr en
varði fóru þungar fréttir að berast
að tjaldbúðum brautarmanna, óljós-
ar að vísu og í molurn, en þeim
fjölgaði dag frá degi og urðu æ
meiri og ískyggilegri. Menn fóru
úr vinnunni, lieimilisþarfa vegna,
nærri á hverjum degi, en aðrir
komu í þeirra stað, og þeir sem að
norðan komu, færðu fréttirnar. —
Bólusóttin, er í upphafi var vonað
að yrði tjóðruð og kveðin niður í