Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 96
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skeytt saman af heið, bjart veður
og ló af sögninni að lá = slá, og
merkir sú sem slær í heiði, kvakar
í bjartviörum. Könguló, flt. köngu-
lær, er myndað af kanga, sem
merkir bragð; sú sem slær brögð,
og köngurváfa = sú, sem svífur á
brögðum eða svífur og bregður um
leið. Kanga og köngur eru komin
af sögninni að kyngja, samstofna
líklega latneska orðinu vincire,
binda, og merkir eiginlega bregða,
að, hafa um kokvöðvana. Kyngja
er veikbeyg en má líka vera sterk,
eins og syngja. Hljóðskiftisorðin
sýna j)að: kanga, köngr (kk. og
hvk.), kengur, kinga (sylgja),
einnig kökkur og kok, er sýna til-
líking ng í kk og beygingu, líka
ökkva eða sökkva.
“hlessa, ef tii vill f. hlersa (að
verða h. = að standa — hugfang-
inn — og hlusta?) ; sbr. hler.” Of-
ókunnugur til að koma fyrir sig
“hlassi”, sem þarf ekki svo mikið
sem að verða hugfangiö til þess
að komast ekki úr sporunum.
“hryssingur, illhryssingslegur; í
Sturlungu er orðið ritað illhreys-
ingr, og mun það rétta myndin;
hreysingr hefir merkt illan mann
(útlægan), sem hafðist við eins
og dýr í hreysum; vel skiljanlegt að
lireys- varð hrys(s) í samsetta
orðinu og hefir það komist inn í
ósamsetta orðið (B. H. hefir ill-
hreisingur og illhryssungr).” Út-
lendingsleg er þessi glósa svo bragð
er að. Orðiö er komið af hrjósa,
myndað eins og lög gera ráð fyrir
af þátíðar stofni viðtengingarhátt-
ar og merkir sá, sem manni hrýs
illa við, sem býður illan þokka,
hranalegur maður, annað s-ið er
innskot. Orðið hefir aldrei merkt
útlægan mann né annað en það,
sem í því liggur.
“humátt (fara í humáttina) eða
humótt (B. H.), í fornu máli kem-
ur fyrir hámót (hvk.), en ekki er
ljóst, hvernig það gat afbakast í
humótt; sjálfsagt að rita orðið eins
og nú er að því kveðið.” Orðið
merkir eiginlega hamar átt; höm
er bakhluti grips, hljóðvarpið or-
sakast líklega af ó-hljóðinu í ótt,
hamótt — humótt. Orðið er tíð-
ara haft greinislaust, enda er það
fallegra. “Heimótt, uppruni óviss”.
er myndað eins og humótt, eigin-
lega sá, sem fer í heimáttina, sæk-
ir heim, eins og hundar gera, er
þeir eru sneyptir; þar af skaplágur
maður, meinlaus, meinhægðar-
maður.
Það má ekki heita, að kverið
sýni nokkursstaðar uppruna. Það
er ekki að sýna uppruna annað
eins og þetta: “hýr, hýrast
(= verða kátari), no. liyr (nafns.)
d. uhyre, s.s. geheuer á Þýzku f. e.
gehiure, sbr. ungeheur”. Fyrir ut-
an það að d. uhyre mun fremur
runnið af úhægr (nafnorð), það,
sem ekki verður í hag komið, held-
ur en lýsingarorðinu óhýrr, þá eru
aðrar eins orðupprunaslettur ósam-
boðnar íslendingum, sem skilja
málið, þó þær séu tíðkaðar og full-
góðar í útlendinga, sem skilja lítið
og geta ekki fylgzt með. Uppruni
orðsins liýr er ljósast sýndur með
því að setja hljóðskiftið lia(g) —
hó(g), lie(g) aftan við það. Sögn-
in er haga, samdregin há, “og er
orðið réttmæt og rithæf mynd”,
segir kverhöf., rétt eins og sam-
dráttur sagna þessara hefði orðið
til litlu fyrir hans minni. Sögnin
merkir að koma skipan á, koma