Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 74

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 74
72 TIMAE.IT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 500 eintök af ýmsum bókum, og jók ávalt við, þó fátækur væri. Á æskuárum mínum var bóka- þráin svo mikil, að einstöku menn lögðu það fyrir sig að rita upp stór- ar bækur, einkum sagnfræðilegar; t. d. Gísli Konráðsson sagnaritari, Einar Bjarnason á Mælifelli, Jón Sigurðsson á Brún, Davíð Einars- son á Giljá í Vatnsdal o. fl. o. fl. Einna fyrst man eg eftir einu hefti af “Þúsund og einni nótt”, og var það vinsælt meðal eldri og yngri og mikið lesið. “Árbókum” Espó- líns, sem víða voru til, nema tíunda deildin, sem fáir áttu, því upplagið brann mestmegnis og aðeins fá ein- tök náðu heim til íslands; örmul af “íslendinga sögum”; einstöku Nor- egs konunga sögur; Hrafnistu manna sögur; Minnisverð tíðindi frá 1801; Klausturpóstinum; Sunn- anpóstinum; “Gaman og alvöru” (Lg. 1798); “Vinagleði” (Lg. 1797), Fjölni (Khöfn 1835—47), og Ár- manni á Alþingi (Khöfn 1829—32); Bókmentafélags bókum, sem þá voru keyptar aðeins af fáum. Snemma man eg eftir einni bók, “Felsenborgarsögum” (Ak. 1854). Ekki var það merkileg bók, en þó í afhaldi. Þær vóru ekki víða til, og fóru því eins og förukonur bæ frá bæ, því allir gerðu þeim heimboð til að lesa þær. Árið 1855 kom á prent “Ilions- kviða” Homers, færð í íslenzkan búning af dr. Sv. Egilssyni rektor, hin glæsilegasta bók að máli, stíl- fegurð og orðavali. Hefi eg naum- ast séð jafn ágætt íslenzkt mál; sönn fyrirmynd. Samt var hún í fárra manna höndum; samtíðin þá kunni sízt að meta gildi slíkra bóka. Kringum 1874 kom út á prenti “Alþýðubók” séra Þórarins Böð- varssonar í Görðum. Hún var að- allega þýdd úr “Den danske Börne- ven”. Var hún á þeim tíma not- hæf lesbók fyrir alþýðu. Held eg að hún hafi verið nokkuð notuð, en þó minna en æskilegt hefði ver- ið, af yngri kynslóðinni. Árið 1851 mun dansk-íslenzka orðabókin eftir prófessor Konráð Gíslason hafa komið á prent. Var hún óiíeitanlega mikill búbætir ís- lenzkum bókmentum; en einkum var hún þeim kærkomin, sem hugðu á mentaveginn; meðal al- þýðunnar var hún víst fremur sjaldséð. í Austur-Húnavatnssýslu vissi eg hana ekki til utan eina. Þá um sama leyti kom út landa- fræði, samin af yfirkennara Hall- dóri Kr. Friðrikssyni (1854 og aft- ur 1867). Og 1859 komu á prent “Réttritunarreglur í íslenzku”; og 1861 kom á prent “Málmyndalýs- ing”; báðar eftir sama höfund, H. Kr. F. Ætla eg að þær væru vel sarndar og myndu koma að góðum notum, ef alþýðan liefði leitt at- liygli að, hve mikið mátti af þeim læra. Þá kom á prent “Landafræði” samin af Benedikt Gröndal (1882). Á henni held eg alþýðan hafi lítið grætt. Snemma á æskuárum mínum man eg eftir stórri bók: “Eðlis- fræði”, samin af Magnúsi Gríms- syni (1852). Ekki held eg hún hafi hleypt neinum ofvexti í mentun og þekkingu þjóðarinnar. Var vlst óvíða á heimilum, og helzt aldrei opnuð. Af skáldsögum á þeim árum var fátt. “Piltur og stúlka” (1850), og “Maður og kona” (1876), eftir Jón Thoroddsen, voru þær einu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.