Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 99
UM ORÐAKVER FINNS JÓNSSONAR
97
lega umsjá og liirðu. Með sam-
göngunum skapast ótal nýjar
þarfir, sem tungan á að gegna, og
útlend tungutök og útlendir hugs-
unarhættir helja yfir land og lýð
Tungan getur ekki haldið sínu í
þeirri bandóðu hringiðu augna-
bliks þarfa og útlendra áhrifna
nema með vísindalegri tilhjálp.
Engri hjálp er, vitaskuld, hægt að
koma við mælt mál, því það gegn-
ir augnabliks þörf, en bókmálinu
má hjálpa og hjálpin er íheldin
stafsetning. Með öllum menta-
þjóðuin er stafsetningin höfð til
þessa, að geyma tungunnar og
tryggja alþýðu aðgang að bók-
mentum hennar í lengstu lög. ís-
lendingar eiga líka að liafa staf-
setninguna til þessa. Flestir hin-
ir ágætustu málfræðingar hafa og
gefiö það ráð, svo sem Rask, Svein-
björn Egilsson, Guðbrandur Vigfús-
son, Halldór Kr. Friðriksson og Jón
Þorkelsson. íheldin stafsetning
og treg viðtaka á ambögum inn í
bókmálið geta geymt tungunnar
og leyft alþýðu lestur fornrita enn
um langt skeið. Annar vegur er
ekki til þess.
(Athugasemd)
Eftir Pfil Bjamarsoii*
í útgáfu þeirra V. Dahlerups og
Finns Jónssonar af 1. og 2. mál-
fræðisritgerð Snorra Eddu eru orð
þessi lögð út í dönsku útlegging-
unni: “pumpe Vandet fra tre Plan-
kelag”. í athugasemdum útgáf-
unnar má sjá, að útgefendurnir
hafi lagt orðin þannig út upp á
spýtur próf. Bugges; hann hafi
skýrt sýna eignarf. af kvk. orðinu
sýja og orðin merki þá þriggja súð-
fjala austr. Einnig er Ad. Nor-
eens viðgetið þar og þess, að próf.
Wimmer liafi fyrir • mörgum árum
lagt orðin eins út í fyrirlestrum
sínum um “Sögu norrænnar
tungu”. Þótt útlegging orðanna sé
samkv. þessu borin uppi af fimm
ísienzkufræðingum að útgeföndun-
um meðtöldum, þá er þó meira en
liæpið, að hún sé rétt. Skýring
Bugges er ekki nema getgáta, og
það sem lakara er, á ekki við nein-
ar álíkur að styðjast innan tung-
unnar.
Málfræði Wimmers kennir um
veikhneig kvk. orð á þessa leið:
í þeim “fellr j niðr í ef. flt. eptir g
og k (kirkja, ef. flt. kirkna), ann-
ars er j haldið og fellur þá n niðr
(gyöja, ef. flt. gyðja) og útilykur
þar með öll undantök; má af því
,sjá, að hann hafi ekki veriö trúað-
ur á að sýna væri ef. flt. af sýja.
Málfræði hans gjalda og aðrar
málfræðibækur samkvæði um