Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 24
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA og hafi einhverja þekkingu á ís- lenzkum bókmentum, þá eru tals- verðar líkur til að það taki sér ból- festu, þar sem íslenzkt mál heyrist ekki nema við sérstök tækifæri. En þá er nú hætt við, að atvinnukröf- ur og dagleg umgengni við annara þjóða fólk reynist íslenzkunni of- jarl, og varla er þá vonlegt, að börn þessa yngra fólks læri svo íslenzku, að lærdómur geti lieitið, og þá því síður, ef annað foreldrið er af enskumælandi ættum komið.' Þetta óheilla útstreymi verkar á þrjá vegu í sömu andránni. Það kippir vexti úr bygðinni, einangrar gömlu lijónin, og gerir haustkvöld þeirra dauflegri en vera mætti, og dregur hulinshjálm gleymskunnar smátt og smátt yfir flest, ef ekki alt, sem íslenzkt er og sem eldra fólkið unni mest. Hver ráð eru til að stemma þennan straum? Að öllum líkind- um engin -—- einhlýt; enda væri lítið vit og minna réttlæti í að reyna að kyrsetja alt unga fólkið. Það væri hróplegt ranglæti, að leggja minstu tálmanir í veg þeirra ung- menna, sem gæddir eru sérstökum hæfileikum. í stað hindrana eiga þeir unglingar skilið aðstoð og hjálp til þess að komast sem lengst áleiðis á svæðum þeirrar fræði- greinar, er þeir hafa valið sér. Aft- ur á móti væri hreinasti velgern - ingur að telja þeim hughvarf, sem ekki hafa annað markmið en að leita atvinnu, livar sem fáanleg kann að vera. í þeim getur vel verið fólgið efni í framtakssama fyrirmyndar bændur, en í borginni kæmust þeir máske aldrei hærra en að verða starfsmenn í vöruhúsi, eða á strætum úti, — altaf ann- ara þjónar í borginni, en sínir eigin herrar á bújörð úti í sveit. Yrði einn af hverjum tíu unglingum, er burtu vilja leita, talinn á að leita gæfunnar heima í sveit sinni, væri það stórmikill vinningur. En umtölur einar eru ónógar. Þær kyrsetja engan ungling til lengdar, ef engin tilraun er gerð til þess að gera honum nokkuð til geðs og þægðar. Æskuárin hjá öllum þjóðum eru heimtufrek á glaðning fyrir auga og eyra, og séu aðstandendur unglinganna for- sjálir, þá gefa þeir þeim slakan taum við og við. Lífskröfurnar aukast og breytast ár frá ári og ailir unglingar hafa brennandi þrá til að fylgja tízkunni í einu og öllu, og þeirri eðlilegu löngun þarf að fullnægja eftir megni. En til þessa hefir, því miður, alt of lítið verið gert til þess að geðjast unglingun- um í sveitum úti, og án breytingar frá gamalli venju í því efni, halda helzt engin ættar- eða skyldubönd framgjörnum unglingi við heimili sitt í sveitinni. Það sem ef til vill er flestu öðru nauðsynlegra, til að byrja með, er það, að sveitaheimilin, bændabýlin, séu gerð virkilega aðlaðandi, — bæði innan húss og utan, en í þessu er alt of mörgum íslenzkum bænda- býlum ábótavant. Blómfræ er svo ódýrt, að öllum er innan handar að hafa rastir af litmiklum og glitrandi blómum framundan húsinu og um- hverfis það. Og tiltölulega lítill er líka kostnaðurinn við að gróður- setja nokkur skrúðtré og brúska af blómhrísi til beggja handa út frá húsinu. En í þessari umgerð af trjám, blómhrísi og blómbeðum, lítur enda fátæklegasta húsið rík-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.