Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 65

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 65
MAJÓR SIGURNEY 63 og var þar all-lengi á vegum Ach- meds soldáns hins þriðja með því nafni, sem tók við Karli og mönn- um hans með opnum örmum gest- risninnar. — Það var einhverju sinni, þá er Karl var staddur í Miklagarði, að hann tók eftir því, að foringi lífvarðar soldánsins var öðruvísi útlits en Tyrkir alment gerast; hann var ljóshærður og bláeygur og allra manna stærstur á velli og leit út fyrir að vera af norrænum ættum. “Eg sé að þú liefir sænskan mann í þjónustu þinni,” sagði Karl konungur viö Achmed soldán. “Það vildi eg að satt væri,” sagði soldán; “en hver er það?” “Það er foringi lífvarðar þíns,” sagði Karl konungur. “Þar skjátlar þér, bróðir minn,” sagði soldán, “því að lífvarðarforinginn er fæddur og uppalinn í Algeirsborg í Afríku, og mér var sendur hann —* eins og vinargjöf — af jarlinum (Bey) þar; og fyrir það er eg Allah og honum af hjarta þakklátur, því að eg liefi aldrei þekkt trúrri mann né liraustari en lífvarðarforingj- ann.” “En hvort sem hann er frá Algeirsborg eða ekki,” sagði Karl konungur, “þá er hann af norræn- u m ættum, því að eg þekki þau ættarmerki, hvar sem eg sé þau.” “Þér skeikar þó hér, bróðir mlnn,” sagði soldán, “því maður þessi er sonar-sonar-sonur manns nokkurs, sem tekinn var hertaki norður á íslandi snemma á öldinni, sem leið; var sá hertekni maður seldur á op- inberu uppboði, en varð leysingi nokkrum árum síðar; staðfesti hann þá ráð sitt, gekk að eiga konu af tyrkneskum ættum, komst í þjónustu við hirð jarlsins í Al- geirsborg og reyndist nýtur maður og mætur. Urðu afkomendur hans margir ljóshærðir, að sögn, og allra manna vöxtulegastir.” “Þetta sannar, að eg hefi getið rétt til um ætterni lífvarðarforingjans,” sagði Karl konungur. “Og hvernig get- ur það verið bróðir minn?” spurði soldán og leit stórum augum á konung; “hvernig getur sá m^aður verið af norrænum ættum, sem er þriðji maður frá íslending, en að öðru leyti tyrkneskur?” “Því er þannig farið,” sagði Karl konung- ur, “að íslendingar eru af norrænu kyni; og þaðan hefir lífvarðarfor- inginn sinn tigulega vöxt og sitt ljósa hár.” Achmed soldán varð hugsi. “Mikill er Allah,” sagði hann; “já, mikill er Allah og ó- rannsakanleg hans ráð.” — Og svo er þessi saga ekki lengri.” “En hvað á þessi saga skylt við sögu föður þíns?” spurði eg. “Hún á þannig skylt við sögu föður míns,” sagði majór Sigurney, “að faðir minn var afkomandi þessa lífvarðarforingja hins gestrisna Achmeds Tyrkja-soldáns.” “Og á eg að trúa því, að þú sért tyrkneskur,” sagði eg, og horfði undrandi á majór Sigurney. “Já,” svaraði majór Sigurney; “eg er Tyrki og um leið íslenzkur. Eg er fæddur í Miklagarði, en fluttist í bernsku til Englands, þar sem faðir minn var skrifari tyrk- neska sendiherrans. Um tvítugt var eg í Parísarborg, og nokkru síðar fluttist eg til ítalíu. Fyrir nokkrum árum fór eg til Klondyke, í gull-leit, og nú er eg hér.” “Og alt vegna mín,” sagði systir hans, og varpaði mæðulega önd- inni. í þessu var dyrabjöllunni hringt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.