Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 90
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLHNDINGA
hennar. í dæmunum hér á eft-
ir er það gæsarlappað, sem tekið er
úr kverinu.
“Ábristir, ábreistur (ábristur B.H.)
uppruni óviss; en r sýnist vera inn-
skot, því egs. og pþý. finst býsting
og biost; hefir verið sett í samband
við brjóst og ætti því að rita með
y (ý sem hefir styzt) og það er ef-
laust hið eiginlega rétta”. Þá er nú
flest óvíst í getgátnasúg málfræð-
inganna þeim, er þeir kalla ety-
mologiu, ef uppruni þessa orðs er
óviss. Ábristir, ábreistur, ábristur
og ábrestur, alt saman kvk. flt,-
orð, er nafn á rétti, sem búinn er
til úr þyntri broddmjólk með því aö
elda hana. Hún hleypur þá og
hlaupið stendur í ílátinu með sam-
heldum, sléttum yfirfleti; en bráð-
um: koma á brestir, sprungur, er
osturinn skilzt frá mysunni, og
þar af þiggur rétturinn nafn sitt.
Nafnið er fors. á skeytt á nafnhátt
sagnarinnar bresta, er hafður er
kvk. nafnorð, samkv. vanalegri
orðmyndun innan sagnaflokksins;
i er eldra í stofni en e, og i og ei
skiftist oft á; það skýrir orðmynd-
irnar: ábristur, ábreistur. Innan
sagnflokks þessa er og nafnhátt-
arstofn haföur að kvk. nafnorði;
það skýrir myndina: ábristir, sbr.
hjálp, hjálpir; orðin eiga alls ekki
að stafast með y í stofni því þau
eru runnin af brest-álmu liljóð-
skiftisins, og eiga ekkert við mjólk-
ur kirtla, brjóst, saman að sælda,
nema það orð mun af sama
hljóðskifti. Því brjóst heitir svo,
af því það breztur upp fyrir önd-
inni. Þó hefir merkur íslenzku-
fræðingur talið það samstofna
gríska orðinu prosþerios (fremri)
og er eg ekki að andæfa því, þó eg
segi, hvað eg lialdi. Ef til vill veld-
ur ókunnugleiki kverhöf. á ísl.
réttum eða matarhæfi óvissu hans
um uppruna meira en óvissa um
orðmyndan. Björn M. Olsen gat
þess í viðskiftum þeirra út af upp-
runa Eddukvæða, að það væri mik-
ið mein, hve ókunnur hann væri ís-
lenzkum högum og hugsunar-
liætti.
“áfangi, það sem fariö er yfir
milli hvílda, dagleið; livíldarstað-
ur (áfangastaður); orðið er af-
bakað úr eldra aivángi (-r), vangr
(engi, grasflötur) til að æja; en af-
bökunin er mjög gömul”. Hvaðan
veit ltverhöf. þetta? Umsögn hans
fer í bág við orðmyndunarreglu
málsins. Það, sem hann kallar af-
bakað, eru keipréttar orðmyndir;
en áivángi er ambaga. Heldur ekki
merkir orðið grasflötur til að æja.
Orðið er myndað af á kvk.=hirða
og fangi (af að fá), og merkir þá
hirðufangi, þ. e. a. s. það að fá e-u
liirðu. Á er samandreginn nafn-
liáttur sagnarinnar aga, hafður að
kvk. nafnorði. Sögnin á merkir:
1. að bera hyggju um e-ð, hirða;
2. vanda um, siða; í síðari merk-
ingunni ósamdregin og veik beyg-
ing, en samdregin er hún sterk;
um það vitna hljóöskiftisorðin
runnin af beygingunni: agi, á (í
samskeytingum á-fangi, á-fóðr),
kvk., hirða; Ánn (mannsheiti) =
hirðir, önnungur; átt (ætt) eig. lið,
sem e-r á hirðu um, þar af kyn,
knérunnur, kynbálkur, ógr (í sam-
skeytingi umb-ogr = áliyggja, um-
hyggja).
Orðið á, og eins eignarf. þess ár,
er rétt í forskeytum áfangi, árfangi,
sbr. ljá = slægja, Ijáhorn, ljár-
horn og ljáarhorn. Áivángi, æ-