Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 74
72
TIMAE.IT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
500 eintök af ýmsum bókum, og
jók ávalt við, þó fátækur væri.
Á æskuárum mínum var bóka-
þráin svo mikil, að einstöku menn
lögðu það fyrir sig að rita upp stór-
ar bækur, einkum sagnfræðilegar;
t. d. Gísli Konráðsson sagnaritari,
Einar Bjarnason á Mælifelli, Jón
Sigurðsson á Brún, Davíð Einars-
son á Giljá í Vatnsdal o. fl. o. fl.
Einna fyrst man eg eftir einu
hefti af “Þúsund og einni nótt”, og
var það vinsælt meðal eldri og yngri
og mikið lesið. “Árbókum” Espó-
líns, sem víða voru til, nema tíunda
deildin, sem fáir áttu, því upplagið
brann mestmegnis og aðeins fá ein-
tök náðu heim til íslands; örmul af
“íslendinga sögum”; einstöku Nor-
egs konunga sögur; Hrafnistu
manna sögur; Minnisverð tíðindi
frá 1801; Klausturpóstinum; Sunn-
anpóstinum; “Gaman og alvöru”
(Lg. 1798); “Vinagleði” (Lg. 1797),
Fjölni (Khöfn 1835—47), og Ár-
manni á Alþingi (Khöfn 1829—32);
Bókmentafélags bókum, sem þá
voru keyptar aðeins af fáum.
Snemma man eg eftir einni bók,
“Felsenborgarsögum” (Ak. 1854).
Ekki var það merkileg bók, en þó í
afhaldi. Þær vóru ekki víða til, og
fóru því eins og förukonur bæ frá
bæ, því allir gerðu þeim heimboð
til að lesa þær.
Árið 1855 kom á prent “Ilions-
kviða” Homers, færð í íslenzkan
búning af dr. Sv. Egilssyni rektor,
hin glæsilegasta bók að máli, stíl-
fegurð og orðavali. Hefi eg naum-
ast séð jafn ágætt íslenzkt mál;
sönn fyrirmynd. Samt var hún í
fárra manna höndum; samtíðin þá
kunni sízt að meta gildi slíkra bóka.
Kringum 1874 kom út á prenti
“Alþýðubók” séra Þórarins Böð-
varssonar í Görðum. Hún var að-
allega þýdd úr “Den danske Börne-
ven”. Var hún á þeim tíma not-
hæf lesbók fyrir alþýðu. Held eg
að hún hafi verið nokkuð notuð,
en þó minna en æskilegt hefði ver-
ið, af yngri kynslóðinni.
Árið 1851 mun dansk-íslenzka
orðabókin eftir prófessor Konráð
Gíslason hafa komið á prent. Var
hún óiíeitanlega mikill búbætir ís-
lenzkum bókmentum; en einkum
var hún þeim kærkomin, sem
hugðu á mentaveginn; meðal al-
þýðunnar var hún víst fremur
sjaldséð. í Austur-Húnavatnssýslu
vissi eg hana ekki til utan eina.
Þá um sama leyti kom út landa-
fræði, samin af yfirkennara Hall-
dóri Kr. Friðrikssyni (1854 og aft-
ur 1867). Og 1859 komu á prent
“Réttritunarreglur í íslenzku”; og
1861 kom á prent “Málmyndalýs-
ing”; báðar eftir sama höfund, H.
Kr. F. Ætla eg að þær væru vel
sarndar og myndu koma að góðum
notum, ef alþýðan liefði leitt at-
liygli að, hve mikið mátti af þeim
læra. Þá kom á prent “Landafræði”
samin af Benedikt Gröndal (1882).
Á henni held eg alþýðan hafi lítið
grætt.
Snemma á æskuárum mínum
man eg eftir stórri bók: “Eðlis-
fræði”, samin af Magnúsi Gríms-
syni (1852). Ekki held eg hún hafi
hleypt neinum ofvexti í mentun og
þekkingu þjóðarinnar. Var vlst
óvíða á heimilum, og helzt aldrei
opnuð.
Af skáldsögum á þeim árum var
fátt. “Piltur og stúlka” (1850),
og “Maður og kona” (1876), eftir
Jón Thoroddsen, voru þær einu,