Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 9
Formálar
Ávarp formanns
Tímarit Verkfræðingafélags íslands, TVFÍ, hóf göngu sína árið 1915 og var um langt
árabil eitt helsta vísindarit hérlendis á sviði verkfræði og raunvísinda. Margar lærðar
greinar voru ritaðar í tímaritið af færustu vísindamönnuni landsins, sem margir hverjir
höfðu hlotið fjölþjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín. íslenskir verkfræðingar og
jarðvísindamenn hafa m.a. verið frumkvöðlar á sviði jarðhita og nýtingar hans. Erlend
bókasöfn létu ekki tímarit Verkfræðingafélagsins vanta í safn sitt.
Heldur fór að draga úr Tímaritinu á seinni árum þess, og árið 1983 var síðasta árið
sem gefin voru út sex tölublöð, eins og kveðið hafði verið á um í lögum félagsins. Síðasta
tölublað Tímarits Verkfræðingafélags íslands kom út árið 1985, og var það sjötugasti
árgangur þess.
Varla viljum við viðurkenna, að íslenskum fræðimönnum á sviði verkfræði og
raunvísinda hafi farið svo aftur, að ekki sé unnt að gefa út fræðirit eins og TVFÍ var hér
áður fyrr. Að vísu eru nú meiri möguleikar á að birta fræðigreinar í erlendum tímaritum
en áður, sérþekking er meiri og því vinna menn á afmarkaðri sviðum en tíðkaðist. Hins
vegar hefur það heyrst að ekki megi vanta íslenskan vettvang fyrir vísindagreinar og
Verkfræðingafélaginu ber nánast skylda að bjóða upp á slíkt.
Árbók Verkfræðingafélags íslands er arftaki Tímaritsins og e.t.v. svolítið meira. í
Árbókinni verða birtar vísindagreinar en auk þeirra verður árlegur tækniannáll og
kynningar áíslenskum fyrirtækjum á sviði verkfræði. Þess er vænst að
Árbókin nái að vinna sér þann sess sem Tímaritið hafði löngum og að
hún beri stétt verkfræðinga gott vitni um störf þeirra og framtak um
langt árabil.
Ég vil færa öllum þeim sem unnið hafa aö Árbókinni þakkir og
um leiö hvatningu um að setja markið hátt og gera útgáfu Árbókar-
innar að föstum lið í starfsalmanaki félagsins. Með því veröur vöxtur
bókarinnar og virðing mest.
Dr. Oddur B. Björnsson, formaður VFÍ 1989-1990
Inngangur
Önnur árbók Verkfræðingatelags íslands, fyrir starfsárið 1989-90, lítur nú dagsins ljós.
Bókin er nokkuð á eftir áætlun og hefur ýmislegt valdið því. Vinna við næstu árbók er hins
vegar vel á veg komin og mun hún koma út á réttum tíma, eða í september 1991. Bókin er
með sama sniði og sú fyrsta, þó er ártalinu breytt að nokkru, þ.e. haft er 1989/90 í stað
þess að hafa aðeins 1989. Ein af ástæðum fyrir þessu er að skýrslur VFI og undirdeilda ná
milli aðalfunda og því vel inn á seinna áriö, þó að tækniannállinn eigi aðeins við um fyrra
árið. Önnur ástæða er að þar sem bókin kemur út á seinna árinu, þá verður rétt útgáfuár i
heiti bókarinnar og tilvitnanir í greinar í bókinni því eðlilegri.
Eins og í fyrri bók er hér með lýst eftir athugasemdum ogtillögum um nýjungar. Eftir
síðustu bók fékk Útgáfunefnd VFÍ nær eingöngu jákvæðar undirtektir vegna árbókarinn-
ar. Ein af tillögunum seni barst til nefndarinnar, var að birta lista yfir lokaverkefni viö