Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 14
12 Árbók VFÍ 1989/90
mælti framkvæmdastjórn með því við iðnaðarráðherra að 64 fengju leyfi til að kalla sig
verkfræðinga. Pá mælti stjórnin með því við félagsmálaráðherra að 15 verkfræðingar
fengju löggildingu til að gera uppdrætti skv. byggingarlögum.
5 Samstarf við TFÍ
Samstarf milli VFÍ og Tæknifræðingafélags íslands hefur verið talsvert á árinu. Haldnir
hafa verið tveir samráðsfundir stjórna félaganna, þar sem sameiginleg mál félaganna eru
rædd. Þar má nefna útgáfu á Verktækni, samstarf innan íslandsnefndar FEANI
(evrópusamtök verk- og tæknifræðinga) þar á meðal í s.k. eftirlitsnefnd sem fylgjast á
með kennslu í verk- og tæknifræði í HÍ og TÍ, samræmingu á inntökureglum um inngöngu
í TFÍ og VFÍ (það mál er enn óafgreitt) og sameiginlega félagsfundi. Auk þessara
reglulegu funda voru haldnir sérstakir fundir annars vegar um franitíð Verktækni og hins
vegar um samræmingu á inntökureglum TFÍ og VFÍ. Haldnir hafa verið 3 sameiginlegir
félagsfundir, sjá lista yfir fundi.
6 Starfsemi VFÍ og stefna 1989/1990
Framkvæmdastjórn var umhugað um að starfsemi félagsins væri fagleg og félagsleg. Með
því er átt við að félagið standi vörð um verkfræðingstitilinn og að félagar megi hafa gagn,
faglega og félagslega, af því að vera í félaginu og taka þátt í starfsemi þess.
6.1 Verndun verkfræðingstitilsins.
Allar umsóknir um inngöngu í félagið frá öðrum en þeim sem lokið hafa verkfræðiprófi
frá Verkfræðideild HÍ eru vandlega yfirfarnar hjá Menntamálanefnd félagsins. Inntöku-
ferlið hefur nú verið í gildi í frá því í júlí 1988. Sjá skýrslu Menntamálanefndar.
Verkfræðingafélagið hefur á undanförnu ári fengið upplýsingar um að tilteknir
aðilar gæfu sig út sem verkfræðiráðgjafa. Nokkuð ljóst er að þeir uppfylla ekki skilyrði til
að nota það starfsheiti. Einnig hafa félaginu borist ábendingar um vinnustofur, þar sem
gefið er í skyn beint eða óbeint að um verkfræðistofur sé að ræða. Ennfremur hafa komið
ábendingar um að starfsheitið verkfræðingur sé misnotað, þ.e. að þeir sem ekki eru
verkfræðingar séu titlaðir verkfræðingar eða séu í stöðu sem feli ísér verkfræðingstitilinn.
Öllu slíku hefur Verkfræðingafélagið mótmælt kröftuglega, og hafa viðkomandi aðilar í
flestum tilvikum leiðrétt þetta eða munu væntanlega gera það. Þess má geta, að nokkuð
ber á því, að í símaskránni sé notað heitið verkfræðistofa þar sem það á ekki við.
Verkfræðingar þurfa að vera vel á verði gagnvart þessu, því það er mikið hagsmunamál
fyrir stéttina að verkfræðingstitillinn, sem er lögverndað starfsheiti, sé hafður í heiðri.
Skv. áliti lögfræðings félagsins er óheimilt að reka fyrirtæki undir nafninu verkfræði-
stofa eða hliðstæðu nafni, sem gefur til kynna að verkfræðiþjónusta sé veitt, nema
fyrirtækið láti í té þjónustu verkfræðings eða verkfræðinga, sem leyfi hafa skv. lögum nr.
62/1986.
6.2 Atvinnumál.
Atvinnumál verkl'ræðinga hafa verið í brennidepli að undanförnu. Stjórnin hefur rætt
atvinnumál verkfræðinga, bæði hvað varðar ástandið nú og einnig í framtíðinni. Til þess
að vinna þetta skipulega var ákveðið að setja á laggirnar atvinnumálanefnd. Nefndinni er
ætlað að skoða atvinnumál verkfræðinga nú og ekki síður að spá um hvernig þróunin
verður í atvinnumöguleikum verkfræðinga, þ.e. að reyna að sjá fyrir á hvaða sviði verður
mest þörf fyrir verkfræðinga í framtíðinni.