Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 15
Skýrsla stjórnar 13
Atvinnumálanefndina skipa eftirfarandi:
Jón Ingimarsson, formaður
Ólafur Erlingsson
Eymundur Sigurðsson
Pálmi Kristinsson
Vilhjálmur Lúðvíksson
Félagi ráðgjafarverkfræðinga
Stéttarfélagi verkfræðinga
Verktakasambandi íslands
Rannsóknaráði ríkisins
Atvinnumálanefndin gekkst fyrir könnun á atvinnuástandi hjá aðilum sem hafa
verkfræðinga og tæknifræðinga í þjónustu sinni. Niðurstöður könnunarinnar voru
kynntar á sameiginlegum fundi verkfræðinga og tæknifræðinga í Verkfræðingahúsinu 21.
febrúar 1990. Helstu niðurstöður er þær, að atvinnurekendur halda að sér höndum og
bíða átekta eftir því hvað gerist, t.d. í stóriðjumálum, og hafa því ekki sagt upp
verkfræðingum nema í litlum mæli, þó verkefni hafi dregist saman. Yfirvinna er minni en
áður, en enn sem komið er er atvinnuleysi ekki útbreytt. Fyrirhugaður er fundur um
framtíðarhorfur í atvinnumálum á næstunni.
Atvinnumálanefnd VFÍ að störfum. Taliðfrá vinstri: Vilhjálmur Lúðvíksson, Ólafur Erlingsson,
Jón lngimarsson, Eymundur Sigurðsson, Pálmi Kristinsson.
6.3 Fjáröflunarnefnd.
Skipuð var sérstök fjáröflunarnefnd til að gera tillögur um hvernig afla megi tekna fyrir
félagiö. Magnúsi Bjarnasyni varfalin formennska og valdi hann meðnefndarmenn sína. I
fjáröflunarnefnd sátu, auk Magnúsar, Páll Flygenring, Guðmundur Pálmi Kristinsson og
Steindór Guðmundsson. Nefndin hefur skilað tillögum sínum til stjórnar, sem mun taka
þær til gaumgæfilegrar athugunar.
6.4 Kynningarbæklingur.
Oft hefur sú spurning heyrst „Hvað gagn hef ég að því að vera í Verkfræðingafélaginu?"
Framkvæmdastjórn ákvað því að semja kynningarbækling til að svara þessari spurningu
og ýmsu fleiru sem félagið þarf að koma á framfæri við núverandi og verðandi félagsmenn
sína. Þrír stjórnarmenn fengu þetta verkefni, en allar deildir og fastanefndir félagsins
koma þar einnig við sögu. Vonast er til að bæklingurinn komi út innan tíðar.