Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 17
Skýrsla stjórnar 15
þriðja og fjórða árs nemum á kynningarfund á miðjum vetri. Voru báðir þessir atburðir
vel sóttir og var gerður góður rómur að móttöku félagsins. Um sjötíu manns komu á
kynningarfundinn og hlýddu á kynningu formanna VFÍ, LVFI og hagsmunafélaganna.
Margir sóttu um ungfélagaaðild að loknum kynningarfundinum.
6.9 Gestaaðild.
Stéttarfélag verkfræðinga, VFÍ og systurfélögin á Norðurlöndunum hafa gert með sér
samning um gestaaðild. Skv. samningnum getur félagsmaður í verkfræðingafélagi
móðurlandsins sótt um gestaaðild að verkfræðingafélagi annars Norðurlands ef hann
dvelur þar um skeið. Gestaaðildin gildir í eitt ár og veitir full réttindi í félagi
gestgjafaþjóðarinnar. Nokkrir félagsmenn hafa nýtt sér þennan samning nú þegar.
6.10 Formannafundur (NIM).
Árlegur fundur formanna verkfræðingafélaganna á Norðurlöndum var haldinn í
Tampere í Finnlandi í júni. Fundinn sóttu af hálfu VFÍ Oddur B. Björnsson formaður og
Jón Ingimarsson fráfarandi formaður. í tengslum við formannafundinn var haldinn
fundur um tiltekin málefni. Fulltrúar VFÍ tóku þátt ívinnuhópum um markmiðogstefnu
félaganna annars vegar og áhrif breyttra þjóðfélagshátta á störf og stefnumótun
verkfræðingafélaganna hins vegar. Aðrir vinnuhópar fjölluðu um umverfisvernd og
eftirmenntun verkfræðinga. Framkvæmdastjóri sótti fund framkvæmdastjóra norrænu
verkfræðingafélaganna í Stokkhólmi í fcbrúar, en NIM fundur veröur haldinn á íslandi
árið 1991. Undirbúningur fyrir fundinn er þegar hafinn.
6.11 Talsmenn.
Framkvæmdastjórn VFI hefur að tillögum Kynningarnefndar félagsins ákveðið að koma
á til reynslu kerfi talsmanna í ákveðnum ntálaflokkum.
Markmið stjórnar með því að koma sér upp talsmönnum er að vinna á markvissari
hátt að stefnumiðum félagsins, eins og þau koma fram í 2. gr. laga þess. Talsmönnum er í
því sambandi ætlað að koma á framfæri tæknilegum sjónarmiðum við umræður í
þjóðfélaginu. Jafnframt því er þeim ætlað að vekja athygli á verkfræðilegum og
tæknilegum sjónarmiðum, kynna sjónarmið verkfræðinga og miðla staðreyndum um
einstök mál.
Stjórn og Kynningarnefnd hafa rætt framkvæmd talsmannakerfisins og er ákveðið að
byrja með þrjá til fimm talsmenn. Rætt hefur verið um að nauðsynlegt væri að skipa sem
fyrst talsmenn í eftirfarandi málaflokkum: Orku- og iðnaðarmál, efnahagsntál, mennta-
mál, húsnæðis-, byggða- og sveitarstjórnarmál, byggingar- og mannvirkjamál. Aðrir
málaflokkar sem ræddir hafa veriö eru sjávarútvegur, samgöngur, félags- og innanríkis-
mál, viðskipti og rannsóknir og upplýsingamál.
Ákveðið hefur verið að eftirfarandi þrír verkfræðingar verði talsmenn félagsins í
tilgreindum málaflokkum:
Dr. Ríkharður Kristjánsson, byggingar- og mannvirkjamál
Jón Vilhjálmsson, menntamál
Stefán Ingólfsson, húsnæðismál
6.12 Reglur um kjör heiðursfélaga.
Aðalstjórn samþykkti nýlega skýrari reglur um kjör heiðursfélaga VFÍ, en stjórnin getur
heiðrað félagsmenn með tvenns konar hætti: Annars vegar með því að sæma nrann
heiðursmerki félagsins og hins vegar að gera mann að heiðursfélaga. Aðeins einn
heiðursfélagi er enn á lífi, en það er Einar B. Pálsson.