Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 18
16 ÁrbókVFÍ 1989/90
6.13 Heiðursmerki.
Á árshátíð voru eftirfarandi félagar sæmdir heiðursmerki félagsins:
Sigurjón Rist vatnamælingamaður
Bergur Jónsson rafmagnsverkfræðingur
Dr. Ríkharður Kristjánsson byggingarverkfræðingur
6.14 80 ára afmælishátíð VFÍ1992.
Árið 1992 verða áttatíu ár liðin frá því að Verkfræðingafélag íslands var stofnað.
Kynningarnefnd félagsins hefur lagt til við stjórn, að félagið gangist fyrir stórri ráðstefhu
á u.þ.b. tveggja ára fresti þar sem íslenskir og erlendir fyrirlesarar senda inn erindi til
flutnings. Undirbúningur slíkrar ráðstefnu tekur allt að tvö ár og fannst því stjórn
félagsins við hæfi, ef halda á slíka ráðstefnu, að sú fyrsta verði haldin á afmælisárinu.
Stjórnin hefur skipað nefnd til að gera tillögur um það hvernig halda á upp á 80 ára afmæli
félagsins og hvort halda skuli stóra ráðstefnu á afmælisárinu. Ef niðurstaða nefndarinnar
er sú, að halda skuli slíka ráðstefnu, verður skipuð framkvæmdarnefnd, sem vinnur að
undirbúningi ráðstefnunnar frá og með næsta hausti.
6.15 Brids og skák.
Spila- og skákkvöld er ein hliðin á félagsstarfinu sem hlúa verður að. Félagsmenn, sem
etv. sjást sjaldan eða aldrei, hittast og eiga saman skemmtilega kvöldstund í félagsheimili
sínu, Verkfræðingahúsinu. Skipuð var bridsnefnd, og var Ragnari Halldórssyni falin
formennska. Með honum eru Björn Pétursson og Árni Árnason. Formaður bridsnefndar
fékk Agnar Jörgenson, sem þekktur er fyrir að stjórna bridskeppnum, til að sjá um
skipulag keppninnar. Fyrsta keppnin tókst svo vel að ákveðið var að hafa bridskvöld
mánaðarlega. Haldin hafa verið fjögur bridskvöld. Hraðskákmót hafa verið haldin
undanfarin ár og í ár voru haldin tvö mót. Umsjónarmaður þeirra var Árni Björn
Jónasson.
7 Fastanefndir
7.1 Menntunarmál.
Framkvæmdastjórn VFÍ skipaði, þann 11. apríl 1989, eftirtalda í Menntamálanefnd VFÍ
til 1. maí 1990:
Jón Vilhjálmsson, formaður Þorstein Helgason
Árna Ragnarsson (Þorbjörn Karlsson)
Hilmar Sigurðsson Þórarin K. Ólafsson
Síðastliðið haust gekk Þorsteinn Helgason úr nefndinni, er hann tók við stöðu
deildarforseta verkfræðideildar HÍ, en við tók Þorbjörn Karlsson.
Nefndin hefur þegar haldið 11 fundi á starfsárinu og á eftir að halda að minnsta kosti
einn fund í byrjun apríl. Reglulegur fundartími nefndarinnar er fyrsti fimmtudagur hvers
mánaðar.
Mest vinna hjá nefndinni er við að fara yfir uinsóknir um inngöngu í félagið og leyfi til
að kalla sig verkfræðing. Nefndin fer yfir umsóknir allra annarra en þeirra sem hafa lokið
verkfræðinámi frá HÍ. Samþykkt var að mæla með 27 umsóknum um leyfi til að kalla sig
verkfræðing. Af þessum aðilum höfðu 15 lokið námi við háskólann í Álaborg í Danmörku
(4 með akademiingeniörpróf og 11 með civilingeniörpróf), 5 voru með próf frá DTH í