Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 21
Skýrsla stjórnar 19
7.3 Útgáfumál.
Framkvæmdastjórn VFÍ skipaði, þann 11. apríl 1989, eftirtalda í Útgáfunefnd VFÍ til 1.
maí 1990:
Rögnvald Gíslason, formaður*) Ríkharö Kristjánsson
Sigrúnu Pálsdóttur, formaður*) Guðna A. Jóhannesson
Birgi Jónsson Steindór Guömundsson*)
Útgálunefnd náði á árinu að eigin mati næröllum markmiðum sínum. í fyrsta lagi
tókst henni að framfylgja ósk stjórnarinnar úm að bæta fjárhagsstöðu útgáfunnar. í raun
tókst að minnka kostnað félagsins af útgáfunni nokkuð langt umfram það sem nefndin
hafði ásett sér. I öðru lagi var hafin útgáfa á tveimur nýjum miðlum; Árbókinni og
Fréttabréfi VFÍ.
Útgáfunefnd hefur lagt til við stjórn félagsins að hætt veröi við að gefa út það eina
eintak af Tímariti VFÍ sem áður hafði verið ákveðið aö gefa út. Þeim fjármunum sem
þannig sparast verði varið í annað svo sem sérstakt kynningarátak.
Árbók VFÍ1988
Fyrsta Árbók félagsins kom út á árinu. Bókin er hin myndarlegasta og inniheldur
víðtækan fróðleik um það sem gerðist í verklegum framkvæmdum á árinu 1988.
Einnig eru í Árbókinni fræðilegar greinar sem ekki eru bundnar við eitt tiltekið ár og
margt fleira efni. Stefnt er að því að Árbók fyrir árið 1989 komi út um mitt sumar
1990.
Fréttabréf VFÍ.
Nýtt fréttablað, VFÍ fréttir, hóf göngu sína 1. september 1989. Eins og segir í
inngönguorðum fréttabréfsins „gerði Útgáfunefnd tillögur um nýtt fyrirkomulag á
útgáfu annarra rita en Árbókar VFÍ. Með þessum tillögum var Útgáfunefnd að
koma til móts við óskir margra félagsmanna og fulltrúa dcilda og nefnda um að gefið
verði út einfalt fréttabréf sem kæmi út reglulega og flytti stuttar fréttir af félagsstarf-
inu, tilkynningar, fundaboð o.þ.h. Skv. tillögum Útgáfunefndar skal fréttabréfið
koma út á 14 daga fresti í 9 til 10 mánuði á ári mcð hléi í júlí og ágúst og að eitt
tölublað falli niður um jól". Alls komu átta tölublöð út á síðasta ári (frá 1. sept. 1989)
og sex tölublöð hafa komið út það sem af er þessu ári. Kostnaður við hvert blað er í
lágmarki. Nokkur hækkun hefur orðið á þessu ári vegna tilkomu virðisaukaskatts.
Verktækni.
Milli Verkfræðingafélagsins og Tæknifræðingafélagsins er samstarfssamningur um
útgáfu á Verktækni. Samningur þessi var undirritaður 15. febrúar 1988. Ekki hafði
verið unnið skv. þessum samningi á síðasta starfsári, en eftir allmiklar umræður um
framtíð Verktækni var ákveðið að láta á hann reyna þetta árið. Tiltekin upphæð var
ákveðin fyrir útgáfu Verktækni út þetta starfsár. Framkvæmdastjórn VFÍ skipaði
Guðna A. Jóhannesson í útgáfustjórn fyrir hönd félagsins. Fulltrúi TFÍ er Guð-
mundur Hjálmarsson. Pessir tveir menn skipa útgáfustjórn og ráða síðan sjálfir
annað starfsfólk. Jón Erlendsson var fenginn til að sjá um fjármál og efnisöflun en
Viktor A. Ingólfsson um umbrot og útgáfu. Bókhald er enn sem komið er á
*) Rögnvaldur Gíslason óskaði eftir því að vera leystur undan störfum í Útgáfunefnd
vegna anna og var þá Sigrún Pálsdóttir skipuð formaður. Dr. Steindór Guðmundsson
kom inn í nefndina á sömu tímamótum.