Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 23
Skýrsla stjórnar 21
Lífeyrissjóðurinn hefur starfað með hefðbundnum hætti.
Hjá stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) hefur allmiklum tíma verið varið til
að ræða áhrif virðisaukaskatts á verkfræðiþjónustu og hvernig bregðast skuli við honum.
Ráðinn var nýr framkvæmdastjóri, Guðrún Zoega byggingarverkfræðingur, en Sigur-
björn Guðmundsson lét af störfum eftir 12 ára starf. FRV gekkst fyrir ráðstefnu 23. mars
1990 undir heitinu „BYGGINGARHÆTT1R-BYGGINGARHEFГ. FRV hélt fund
um jarðskjálftana í Kaliforníu og einnig stóð félagið fyrir haustfagnaði fyrir félaga sína
ásamt mökum.
9 Fagdeildir
Starfsemi RVFÍ hefur verið blómleg eins og að jafnaði áður. Haldnir hafa verið
félagsfundir síðasta fimmtudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. BVFÍ hefur haldið 3 vel
sótta fundi. Aðalfundur VVFI var haldinn í nóvember 1989og var þar kosin ný stjórn, en
fram til þess hafði starfsemi félagsins legið niðri það árið. Síðan hafa verið haldnir tveir
fundir á vegum félagsins. Starfsemi EVFÍ hefur verið í nokkurri lægð. NVFÍ hefur starfað
með hefðbundnum hætti.
10 Gerðardómur
Hæstiréttur tilnefndi þrjá menn til formennsku í gerðardóm VFÍ tii næstu fimm ára
(1994). Reglur um gerðardóm 3.gr. kveðasvo á um að stjórn VFI velji formann, svo og 1.
og 2. varaformann, er taki sæti í gerðardómnum eftir þeirri röð, sem þeir hafa verið
nefndir, ef aðalmaður víkur úr sæti sínu eða forfallast.
Gerðardómendur:
Ólöf Pétursdóttir, héraðsdómslögmaður, formaður
Gunnar M. Guðmundsson, hæstarréttarlögmaður,
1. varaformaður
Sigurður Líndal, prófessor,
2. varaformaður.
Eitt mál kom fyrir gerðardóm á árinu:
S.H. Verktakar gegn Bæjarsjóði Garðabæjar.
11 Listi yfir nefndir
(Um fastanefndir, sjá að framan)
Merkisnefnd
Framkvæmdastjórn skipaði eftirfarandi í merkisnefnd á árinu:
Andrés Svanbjörnsson, formaður til 4 ára Unnstein Stefánsson til 2 ára
Davíð Á Gunnarsson til 6 ára Tryggva Sigurbjarnason, varamaður
til 2 ára
Nefnd til að undirbúa ráðstefnu um flugsamgöngur:
Sæmundur E. Þorsteinsson, formaður
Þorsteinn Þorsteinsson
Guðmundur Þorbjörnsson
Nefnd til að undirbúa ráðstefnu um gæðamál. Fulltrúi VFI Davíð Lúðvíksson.