Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 27
Skýrsla stjórnar 25
14 Niðurlag
Hér á undan hef ég gert grein fyrir því helsta sem gerst hefur í starfsemi Verkfræðingafé-
lagsins á liðnu starfsári. Nánari grein verður gerð fyrir stört'um fagdeilda og hagsmunafé-
laga á aðalfundum þeirra síðar.
Síðastliðið ár hefur verið ár endurskipulagningar. Nýtt starfslið var ráðið á skrifstofu
og skipt var um endurskoðanda. Starfsemi skrifstofunnar, bókhald og félagaskrá var
endurskipulögð. Gengið hefur verið eftir því með öllum tiltækum ráðum að innheimta
ógreidd félagsgjöld, oft nokkur ár aftur í tímann. Óhjákvæmilega hefur slík „hreinsun“
haft í för með sér árekstra við einstaka félagsmenn sem ekki hafa staðið í skilum við
félagið viljandi eða óviljandi. Hefur ekki verið komist hjá því að leita til lögræðings um
innheimtu hjá nokkrum (21) félagsmönnum. Það er von okkar og trú að það sem gert
hefur verið sé vilji þorra félagsmanna, og sú trú styrkist þegar við sjáum að við höfum náð
besta innheimtuhlutfalli undanfarin ára eða urn 90%.
Margt fleira en að undan hefur verið getið hefur verið gert í framkvæmdastjórn á
árinu og enn fleira hefur verið rætt sem ekki hefur komist til framkvæmda. Ástæðan
virðist m.a. geta verið sú að stjórn félagsins hefur ekki ótakmarkaðann tíma til að sinna
öllu því sem hún eða aðrir félagsmenn vilja gera eða ættu að gera. Öll erum við í fullri
vinnu annars staðar og þurfunt að sinna fjölskyldum okkar. Starfsemi félagsins og álag á
stjórnarmenn og sér í lagi á formann leiðir hugann að því, hvort ekki sé tímabært, þegar
félagið hefur unnið sig út úr fjárhagsvanda undanfarinna ára, að formaður og stjórn
félagsins fái einhverja umbun fyrir störf sín í þágu félagsins. Staðreyndin er sú að það
verður æ erfiðara að fá fólk til að taka að sér trúnaðarstöður fyrir félagið í sjálfboðavinnu,
þó það hafi tekist á endanum hingað til.
Öllu því ágæta fólki sem unnið hefur fyrir félagið á árinu vil ég þakka vel unnin störf.
Nær lætur að um tíundi hver félagsmaður hafi starfað fyrir félagið í stjórn félagsins, deilda
og hagsmunafélaga og í fastanefndum og öðrum nefndum. Að öðrum ólöstuðum vil ég
sérstaklega þakka mikið og gott starf Kynningarnefndar, Menntamálanefndar, og
Útgáfunefndar.
Að lokum vil ég hvetja félagsmenn til að standa vörð um Verkfræðingafélagið og
stuðla þannig að því að það megi vaxa og dafna öllum verkfræðingum til hagsbóta.
28. mars 1990
Oddur B. Björnsson formaður VFl.
15 Stéttarfélag verkfræðinga
15.1 Almennt
I stjórn Stéttarfélags verkfræðinga voru Steinar Jónsson, formaður, Þór Jes Þórisson,
varaformaður. Eymundur Sigurðsson, fráfarandi formaður, Hallgrímur Sigurðsson,
gjaldkeri, Þorgeir Sigurðsson, ritari, Guðjón Aðalsteinsson, útgáfustjóri, Guðjón
Jónsson, Sigurður Sigurðarson og Þórarinn K. Ólafsson.
í stjórn samninganefndar Stéttarfélagsins við ríki voru Þórarinn K. Ólafsson.
formaður, Baldvin Einarsson, Guðjón Jónsson og Sigurður Sigurðarson. í stjórn
samninganefndar við Félag ráðgjafaverkfræðinga voru þeir Gissur Pálsson, formaður,
Steinar Frímannsson, Eymundur Sigurðsson og Þorlákur Jónsson. í stjórn samninga-
nefndar við Reykjavíkurborg voru Þorsteinn Sigurjónsson, formaður, Árni Björnsson,
Bjarni Guðmundsson og Gunnar V. Johnsen.