Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 28
26 Árbók VFÍ 1989/90
í stjórn Vinnudeilusjóðs voru Arinbjörn Friðriksson, formaður, Gautur Þorsteins-
son og Þór Jes Þórisson. í stjórn Starfsmenntunarsjóðs voru Baldvin Einarsson og
Sigurður Sigurðarson. Félagssjóður var rekinn af og á ábyrgð gjaldkera stjórnar
Stéttarfélagsins.
Alls voru um þrjátíu trúnaðarmenn á vegum félagsins og unnu þeir á stærstu
vinnustöðum verkfræðinga. Öflugur hópur sem eftir á að virkja enn betur.
Alis fengu 43 verkfræðingar aðild að félaginu og var þá heildarfjöldi félaga orðinn á
sjötta hundrað.
Starfsemi félagsins var í aðlatriðum hefðbundin og verður gerð grein fyrir helstu
málum hér á eftir. Stjórnin hélt vikulega stjórnarfundi yfir vetrartímann og aðra hverja
viku um sumartímann. Þar sem félagið hafði ekki fastan starfsmann, þá var daglegum
rekstri sinnt af stjórn félagsins, stjórnum samninganefnda félagsins og stjórnum sjóða
félagsins. Sem áður rak stjórnin skrifstofu félagsins og var hún opin part úr degi tvisvar í
viku. Athyglisvert var hve mörg af þeim málum sem stjórnin tók að sér að sinna fyrir
einstaka félagsmenn gagnvart atvinnuveitendum þörfnuðust lögfræðilegrar úrlausnar
með tilheyrandi kostnaði. Hugsanlega væri hægt að fyrirbyggja einhver þessara mála ef
félagar gerðu ráðningarsamning við vinnuveitanda.
Mikið af þeirri vinnu, sem stjórninog aðrirfélagsmenn sinntufyrirfélagið var unnin í
sjálfboðavinnu. Þannig var hægt að halda félagsgjöldum með því lægsta sem þekkist
hérlendis. Vafalaust hafafélagsmenn ýmsar skoðanir á því starfi ogþjónustu, sem félagið
veitti. Vandséð er hvernig hægt er að auka hana nema til komi auknar greiðslur fyrir
vinnu við sérverkefni félagsins sem eru til úrlausnar og/eða mann í hlutastarf á skrifstofu
með þeim kostnaði og þeim hækkunum á félagsgjöldum er því fylgir.
15.2 Fundir
Haldnir voru félagsfundir á vegum stjórnar og samninganefnda. Þar sem lög sem
bönnuðu samninga runnu úr gildi þann 15. febrúar 1989, þá var haldinn almennur
félagsfundur þann 19. apríl 1989. Á þeim fundi var staða samningamála rædd og kosnir
nýjir menn í allar samninganefndir á vegum félagsins.
Haldinn var félagsfundur ríkisverkfræðinga vegna verkfalls BHMR á starfsárinu og
ákveðnar stuðningsaðgerðir við það.
Haldinn var félagsfundur stofuverkfræöinga í tilefni af samningi viö Félag ráðgjafa-
verkfræðinga þann 12. febrúar, þar sem samningurinn var ræddur og samþykktur.
15.3 Samninganefndir
Störf samninganefnda voru óvenju mikil og einnig hefur samninganefndum fjölgað.
Þannig var að verkfræðingar hjá Reykjavíkurborg gengu til liðs viö Stéttarfélagið á þessu
ári og því síðasta. Þess vegna var samninganefnd Stéttarfélagsins viö Reykjavíkurborg
kosin í fyrsta skipti á liðnu starfsári. Samninganefnd Stéttarfélagsins við borgina geröi
sinn fyrsta samning við borgina 23. júní ’89. Var þessi samningur á svipuðum nótum og
BHMR samningurinn vorið ’89. Gilti samningurinn til 31. janúar ’90, þannig að þá hófust
viðræður að nýju við borgina.
Samninganefnd félagsins við Félag ráðgjafaverkfræðinga náði samkomulagi um
tveggja mánaða skammtímasamning rétt eftir að lög er bönnuðu frjálsa samninga féllu úr
gildi. Var þar eingöngu um launahækkun að ræða oggilti samningurinn til 30. apríl ’89. Þá
er samningurinn rann út hófust þreifingar á ný en ekki náðust samningar. Þó var gert
munnlegt samkomulag um að launamunur milli verkfræðinga og tæknifræðinga héldist
áfram hinn sami. Því fór svo að samningar voru lausir frá 30. apríl og allt til 29. janúar ’90