Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 35
Skýrsla stjórnar 33
Orðanefnd byggingarverkfræðinga hefur leitast við að haga starfi sínum í samræmi við
íðorðafræðina.
íðorðasafn okkar er því safn tilgreininga á hugtökum ásamt íðorðum um hugtökin og
samsvarandi íðorðum á nokkrum erlendum tungum. Okkur hefur reynst, aö mest vinna
liggi í að semja skilgreiningar, hnitmiöaðar, ótvíræðar og á góðri íslensku. Við gjöldum
þess nú, hve einskorðað móðurmál okkar hefur verið við sögukennda frásagnarlist og hve
lítið hefur verið ritað um efni er varða raunvísindi og tækni.
19.2 Vinnuhópar
Verður nú getið starfa hvors vinnuhóps um sig á árinu 1989.
Vinnuhópur A. í honum eru Bragi Þorsteinsson, Einar B. Pálsson, Eymundur
Runólfsson, Ólafur Jensson, Pétur Ingólfsson og Sigmundur Freysteinsson.
Fundir voru haldnir reglulega einu sinni í viku, nema um hásumarið. Þeir eru haldnir
síðdegis á þriðjudögum og standa að jafnaði 2'A stund. Að undirbúningi mála fyrir fundi
störfuðu Einar B. Pálsson og Halldór Sveinsson verkfræðingur. Vegagerð ríkisins leggur
nefndinni til starf hins síðar nefnda við að undirbúa orðasafn um vegagerð. Auk þess kom
Hreinn Haraldsson jarðfræðingur hjá Vegagerö ríkisins á fundi, þegar fjallað var um
jarðfræðileg efni.
Á árinu 1989 hélt vinnuhópur A 41 fund. Einkum var fjallað um hugtök varðandi
vegagerð (um 100 hugtök) og hugtök úr jarðfræði, er tengjast mannvirkjagerð (unt 200
hugtök). Hefur Einar B. Pálsson unnið að orðasafninu um jarðfræði og notið við það
aðstoðar ýmissa sérfræðinga á sviði jaröfræðinnar.
Vinnuhópur B. í vinnuhópnum voru Einar B. Pálsson, Ólafur Jensson, Óttar P.
Halldórsson, Ragnar Sigbjörnsson, Ríkharður Kristjánsson og Stefán Eggertsson. Þeir
Einar og Ólafur eru því bæði í vinnuhópi A og B. Ríkharður Kristjánsson gat ekki tekið
þátt í störfum vinnuhópsins á árinu vegna annarrar vinnu að félagsmálum verkfræðinga.
Vinnuhópur B var stofnaður 1988 til þess að sinna burðarþolsfræði og undirstöðu-
grein hennar, aflfræði, sem er hluti eðlisfræðinnar. Fundir eru haldnir á fimmtudögum
tvisvar í mánuði, eftir því sem hægt er. Urðu fundirnir alls 14 á árinu 1989.
Einar B. Pálsson semur efnið, sem lagt er fyrir vinnuhópinn. Var fjallað um 90
hugtök á árinu, flest úr aflfræði.
19.3 Útgáfa
Orðanefndin telur mikilvægt, að orðum ásamt skilgreiningum, sem nefndin býr til, sé
komið sem fyrst á framfæri til bráðabirgða til þess að fá gagnrýni á verkið. Ekki er hægt að
birta orðasafn í bók fyrr en búið er að afgreiða síðasta orðið á hverju sviði. Nefndin hefur
því litið til Tímarits VFÍ, Fréttabréfs VFÍ og síðar „Verktækni" sem vettvangs til fyrstu
kynningar á orðaskrám og umræðu um einstök orð. Þessi leið brást vegna þess. hvernig
farið hefur um útgáfustarfsemi Verkfræðingafélagsins undanfarin ár. Ur þessu rættist
nokkuð árið 1989, þegar Vegagerö ríkisins bauðst lil þess að birta orðaskrár sem
fylgiarkir með tímariti sínu „Vegamál", er kemur út 3-4sinnum á ári. Á því ári voru birtar
þannig 10 síðuar (A4) af Orðasafni um jarðfræði. Þeir sem áhuga hafa á, geta fengið
arkirnar sendar endurgjaldslaust, ef þeir gera útgáfustjóra Vegagerðar ríkisins viðvart.
f.h. Ordanefnclar byggingarverkfrœdinga
Einar B. Pálsson, formaður
3