Árbók VFÍ - 01.01.1991, Side 36
34 Árbók VFÍ1989/90
20 Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga
20.1 Almennt
Starfsár Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga (ORVFÍ) er milli aðalfunda Rafmagns-
verkfræðingadeildar VFÍ. Síðasta fulla starfsár ORVFÍ var því frá 30.03.89 til 05.04.90.
Á þeim tíma hélt nefndin 36 fundi.
Sá merki árangur náðist á starfsárinu, að út komu tvö bindi Raftækniorðasafns. Hið
fyrra, Raftækniorðasafn 2 - Ritsími og talsími, kom út í maí I989, hið síðara, Raftækni-
orðasafn 3 - Vinnsla, flutningur og dreifing raforku, í mars 1990.
Orðanefnd hafði unnið að fyrri bókinni í langan tíma, frá apríl 1976, en þó samhliða
öðrum viðfangsefnum. Umfjöllun um efni seinni bókarinnar hafði tekið mun styttri tíma,
liðlega 5 ár, frá því um mitt ár 1984.
Eins og áður hefur verið samið um, eru bækurnar ljósprentaðir kaflar úr orðasafni
Alþjóða raftækniráðsins, IEC, með íslenskum íðorðum, sem Orðanefnd hefur safnað
eða samið. Skýringar eru við hvert hugtak á frönsku og ensku, en að auki á rússnesku í
Raftækniorðasafni 3. Á þann hátt nýtist Raftækniorðasafn ekki einungis sem orðabók á 9
til 10 tungumálum, heldur líka sem alfræðiorðabók yfir hugtök í ákveðnum greinum
raftækni og sem alþjóðlegur staðall, sem skilgreinir af nákvæmni raftæknileg íðyrði, sem
notuð eru í alþjóðasamskiptum og við staðlagerð.
Félagar í Orðanefnd, Bergur Jónsson og Gísli Júlíusson, önnuðust prófarkalestur og
öll samskipti við útgefanda, Menningarsjóð, Prentsmiðjuna Odda og útlitshönnuð
bókanna.
Hluti Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga ásarnt framkvœmdastjóra Menningarsjóðs í tilefni af
útgáfu2. bindis Raftœkniorðasafns. Frá vinstri: Einar Laxness framkvœmdastjóri Menningarsjóðs,
Sœmundur Óskarsson, Jón Póroddur Jónsson, ívar Porsteinsson, Bergur Jónsson formaður
ORVFÍ.