Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 37
Skýrsla stjórnar 35
Jón Þóroddur Jónsson og Gísli Júlíusson rituðu hvor sinn formálann og Bergur
Jónsson skrifaði um Orðanefnd í aðfararorðum bókanna.
Starf Orðanefndar á fundum starfsársins snerist að sjálfsögðu í meginatriðum um
efni bókanna, þar til handritin voru afhent prentsmiðju. Þá hófst endurskoðun á
íslenskum þýðingum úr 441. kafla Alþjóða raftækniorðasafnsins, sem fjallar unr rofbún-
að, stýribúnað og vör. Einnig var á nokkrum fundum fjallað um orðalista að beiðni Póst-
og símamálastofnunar og Rafmagnseftirlits ríkisins.
Alloft var rætt um fyrirhuguð tölvukaup Orðanefndar, sem menn eru sammála um,
að séu afar brýn. Fram til þessa hefur fjárskortur komið í veg fyrir að úr þeirri ósk geti
orðið, en þegar þetta er skrifað, er tekið að hilla undir lausn í þeim efnum.
Ríkisútvarpið, sjónvarp, átti viðtal við formann Orðanefndar í þættinum “Fólkið í
landinu", sem sýndur var í sjónvarpinu í október 1989, þar sem m.a. var kynnt starf
ORVFÍ.
Á árshátíð VFÍ í ntars 1990 var formaður Orðanefndar sænidur heiðursmerki og
verðlaunapeningi VFÍ fyrir störf sín að nýyrðasmíð.
Orðanefnd áskotnuðust nokkrar orðabækur að gjöf á árinu. Má þar til nefna
íslenska orðsifjabók frá stjórn RVFÍ, en auk þess Ensk-íslenska orðabók Arnar og
Örlygs, bæði stærri bókina og skólaorðabókina, þýsk-íslenska orðabók og sænsk-íslenska
orðabók.
Orðanefnd hefur notið gestrisni og velvildar Orkustofnunar á fundum sínum um
margra ára skeið. Einkaritari orkumálastjóra, Svava Guðmundsdóttir, hefur veitt
nefndinni ómetanlega aðstoð við undirbúning funda og fundarboðun. Fyrir allt þetta er
Orðanefnd afar þakklát.
Pegar þetta er skrifað, í des. 1990, eiga eftirtaldir menn sæti í Orðanefnd RVFÍ:
Bergur Jónsson, formaður
Björgvin Njáll Ingólfsson
Gísli Júlíusson
ívar Porsteinsson
Jón Þóroddur Jónsson
Sigurður Brieni
Sæmundur Óskarsson
Þorvarður Jónsson
Auk ofantalinna rafmagnsverkfræðinga eiga sæti í nefndinni Hreinn Jónasson,
rafmagnstæknifræðingurogGunnlaugur Ingólfsson,cand. mag.,sem jafnframt erfulltrúi
Islenskrar málstöðvar.
20.2 Forsaga Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga
Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga á rætur að rekja til Orðanefndar Verkfræðingafélags
íslands, sem hóf störf árið 1919 og vann af miklum eldmóði til ársins 1926. Þá dró úr
starfinu uns það lagðist niður fyrri hluta árs 1933. Síðasta verkefni nefndarinnar var að
ræða íðyrði í Reglugerð um raforkuvirki.
Skömmu eftir að Rafmagnsverkfræðingadeild var stofnuð innan Verkfræðingafélags
Islands í febrúar 1941, voru skipaðir menn í orðanefnd deildarinnar. Tveir þeirra, sem
unnið höfðu með Orðanefnd Verkfræðingafélags íslands, Steingrímur Jónsson og Jakob
Gíslason, sátu áfram í ORVFl. Aðrir nefndarmenn voru Guðmundur Marteinsson og
Gunnlaugur Briem. Það sýnir vel áhuga rafmagnsverkfræðinga á íslenskri tungu, að úr 13
manna hópi, sem stofnuðu félagsdeildina, skyldu 4 þeirra veljast strax í orðanefnd. Aðrir