Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 38
36 Árbók VFÍ1989/90
stofnfélagar höfðu þá þegar tekið þátt í störfum Orðanefndar VFI eða störfuðu síðar að
orðanefndarmálum. Verða þeir ekki nafngreindir hér.
Orðanefnd RVFÍ gaf út fyrstu bók sína, Orðasafn II. Rafmagnsfræði. Danskt-
íslenzkt bráðabirgða orðasafn, árið 1952 sem handrit. Næstar komu Raftækni- og
ljósorðasafn, sem Menningarsjóður gaf út 1965 og Raftækni- og ljósorðasafn, 2. bindi,
sem kom út árið 1973 á vegum Menningarsjóðs. Þá varð langt hlé, uns ný ritröð,
Raftækniorðasafn, hóf göngu sína 1988. Fyrsta bókin hét Raftækniorðasafn 1 - Þráðlaus
fjarskipti.
Næstu bækur voru voru svo, eins og áður er sagt, Raftækniorðasafn 2 - Ritsími og
talsími, 1989, og Raftækniorðasafn 3 - Vinnsla, flutningur og dreifing raforku.
Það er von ORVFÍ, að unnt verði að gefa út margar orðabækur til viðbótar í þessari
ritröð. Mikill efnisviður er til, sem Orðanefnd hefur unnið að á undanförnum árum.
Bergur Jónsson
formaður ORVFÍ
21 Lífeyrissjóður VFÍ
21.1 Almennt
Stjórn LVFl skipuðu starfsárið 1989-1990 Jónas Bjarnason formaður, Þórólfur Árnason
varaformaður, Eysteinn Haraldsson, Karl Omar Jónsson og Stanley Pálsson meðstjórn-
endur. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón Hallssson.
I lok ársins 1989 áttu 1140 félagar réttindi í sjóðnum, af þeim voru 980 greiðandi.
Sjóðfélögum fjölgaði um 61 á árinu. Eign til greiðslu lífeyris var í árslok 1989 1.446
milljónir króna og hafði hækkað um 43,7% frá árinu á undan.
Stjórn Lífeyrissjóðs VFÍ 1989-90 úsamt framkvœmdastjóra. Fremri röð frá vinstri: Pórólfitr
Árnason varaformaður, Jónas Bjarnason formaður, Jón Hallsson framkvœmdastjóri LVFÍ. Aftari
röð frá vinstri: Stanley Pálsson, Karl Omar Jónsson og Eysteinn Haraldsson.