Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 39
Skýrsla stjórnar 37
Eign til greiðslu lífeyris er aðallega varðveitt sem hér segir: í verðtryggðum lánum tii
sjóðfélaga 58%, í verðtryggðum lánum til fjárfestingalánasjóða 33%, í skammtímakröf-
um 5,5% og í Verkfræðingahúsi 2,6%.
Iðgjöld til sjóðsins hækkuðu urn 36% milli ára úr tæpum 48 millj. króna í tæpar 65
millj. króna.
Lífeyrisþegum fjölgaði um 10 á árinu og lífeyrir er nú greiddur til 36 sjóðfélaga.
Lífeyrisgreiðslurskiptust þannig, að 5 milij. kr. voru greiddar íellilífeyri (57%), 2,7 millj.
kr. í makalífeyri (31%), 0,9 millj. í örorkulífeyri (10%) og 0,2 millj. kr. í barnalífeyri
(2%). Hin síðari ár vegur ellilífeyrir sífellt þyngra í lífeyrisgreiðslum.
Á árinu 1989 var greiddur 3% skattur af iðgjöldum til Umsjónarnefndar eftirlauna,
skatturin er 2% á árinu 1990.
21.2 Fundir
Á starfsárinu voru haldnir 17 stjórnarfundir. Aðalfundur var haldinn þ. 30. maí. Auk
hans boðaði stjórnin til kynningarfundar þ. 9. apríl þar sem kynntar voru tillögur
tryggingafræðings sjóðsins um uppgjör eldri tíma og kynntar voru tillögur stjórnarinnar
um breytingar á reglugerð sjóðsins. Formaður og framkvæmdastjóri mættu á aðalfund
Norðurlandsdeildar VFÍ þ. 3. maí og kynntu starfsemi sjóðsins. Formaður hafði
framsögu á samlokufundi þ. 7. des. 1989 þar sem lífeyrismál voru til umræðu.
Mestur tími stjórnarirtnar fór í að fjalla ásamt tryggingafræðingi sjóðsins um uppgjör
eldri tíma og tillögur um breytingar á reglugerðinni.
Uppgjör eldri tíma fólst í að úthluta reikningslegunr hagnaði af rekstri sjóðsins, en
skv. reglugerð hans ber að nota þann hagnað til að hækka réttindi sjóðfélaga, eða leggja
hann í varasjóð.
Tillögur um breytingar á reglugerðinni gengu m. a. út á að taka upp verðtryggingu
réttinda hjá sjóðnum. Lagt var til, að réttur til makabóta væri í sumum tilfellum skertur,
en réttur til barnabóta aukinn. Lagt var til að teknar væru upp nýjar réttindatöflur í
reglugerðinni byggðar á nýjum forsendum.
Úthlutun hagnaðar og tillögur um breytingar á reglugerðinni voru samþykkt á
aðalfundi sjóðsins þ. 30. maí 1990 (fundinum var reyndar frestað þegar áliðið var kvölds,
og honum haldið áfram þ. 27. juní). Samþykkt var, að breytingar á reglugeröinni tækju
gildi þ. 1. jan. 1991.
Jónas Bjarnason,
formaður stjórnar LVFÍ