Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 42
40 Árbók VFÍ 1989/90
Erlendur Sturla Birgisson (V 1990) f. 26. nóv. 1956 í Reykjavík.
Foreldrar Birgir Jóhannesson, verslunarmaöur f. 6. apríl 1925 í
Reykjavík, Jóhanns Hafsteins Jóhannssonar, forstjóra. Móöir
Ásdís Erlendsdóttir, Erlendssonar frá Hlíðarenda í Fljótshlíð og
Ingibjargar Steinþórsdóttur.
Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1979 og Akademiingeni-
ör frá Álaborgarháskóla 1988.
Maki Jórunn Rothenborg. Akademiökonom, f. 16. okt. 1962 í
Kaupmannahöfn. Foreldrar Dr. Hans Rothenborg, sérfræðingur í
húðsjúkdómum og Guðrún Jakobsdóttir cand. fil, Kaupmanna-
höfn, Jónssona rprests og Þóru Einarsdóttur.
Eyþór Rafn Þórhallsson, (V 1989) f. 23. apríl 1962 á Akureyri.
Foreldrar Þórhallur Jónasson, fyrrverandi bifreiðasjtóri á Akur-
eyri f. 3. mars 1909 að Syðra-Villingadal í Eyjafirði og konu hans
Margrétar Þrúöar Valdimarsdóttur. Móðir Eyþórs er Lilja Guð-
rún Þórunn Guðlaugsdóttir f. 7. september 1919 að Ánabrekku
Mýrarsýslu, Jónssonar bónda og kennara að Ánabrekku og Kára-
stöðum Borgarfirði og konu hans Elínar Margrétar Jónsdóttur.
Raungreinadeildapróf frá T.í. Akureyri 1980. Byggingartækni-
fræðingur B.Sc. frá T.í. 1984. Iðnrekstrarfræðingur frá T.í. 1985.
Byggingaverkfræöingur M.Sc. frá Heriot-Watt Universiti, Edin-
borg 1988. Byggingartæknifræðingur hjá Byggðaverk h.f.
1985-1987. Verkfræðingur hjá Byggðaverk hf. 1988—90, en starfar
nú sjálfstætt ásamt stundarkennslu í TÍ.
Sambýliskona er Margrét Sigurðardóttir gjaldkeri og bókari, f.
3. febr. 1965 í Reykjavík. Foreldrar Sigurður Gunnlaugsson,
verkstjóri f. 24. ágúst 1929 á Akureyri, og Arnþrúður Margrét
Jóhannesdóttir, sjúkraliði f. 25. júlí 1931 á Gunnarsstöðum,
Þistilfirði.
Geirþrúður Alfreðsdóttir, (V 1989)f. 18. nóvember 1959íReykja-
vík. Foreldrar Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, síðar Flugleiða
f. 16. mars 1920 d. 12. apríl 1988, Elíasar Kristjáns Dagfinnssonar
bryta í Reykjavík og konu hans Áslaugar Kristrúnar Kristinsdótt-
ur, hárgreiðslumeistara. Móðir Geirþrúðar er Kristjana Milla
Thorsteinsson, viðskiptafræðingur ogframkvæmdastjóri f. 26. maí
1926 í Reykjavík, dóttir Geirs Thorsteinssonar útgerðarmanns í
Reykjavík og konu hans Sigríðar Thorsteinsson.
Stúdentspróf frá MH 1979, próf í vélaverkfræði frá Háskóla
íslands 1989. Frönskunám í Université de Grenoble 1979-1980.
íþróttakennarapróf frá íþróttakennaraskóla íslandsá Laugarvatni
1982. Atvinnuflugmannspróf 1987. Frainleiðslustjóri hjá Sigurpl-
ast h.f.
Sambýlismaður, Ingvar Kristinsson, vélaverkfræðingur og for-
stöðumaður Rekstrartæknisviðs Iðntæknistofnunnar, f. 13. júní
1962, Guðnasonar sölustjóra f. 28. ágúst 1937. Móðir Ingvars er
Katrín Ingvarsdóttir, skrifstofumaður f. 15. september 1938.