Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 46
44 Árbók VFÍ 1989/90
Þórður Ingason, (V 1989) f. 28 apríl 1954 í Reykjavík. Foreldrar
Ingi Hallbjörnsson, járniðnaðarmaður, f. 9. apríl 1919, 1. 28. jan.
1991 sonur Hallbjörns Þórarinssonar trésmíðameistara og konu
hans Halldóru Sigurjónsdóttur húsmóður. Móðir Þórðar er Rósa
Karitas Eyjólfsdóttir húsmóðir, dóttir Eyjólfs Eyjólfssonar
sjómanns og konu hans Sigríðar Einarsdóttur, húsmóður.
Raungreinapróf frá TÍ 1985. Próf í rafmagnsverkfræði frá
Álaborgarháskóla 1989.
Störf: Rafvirki, verkfræðingur hjá Þróun hf. og hjá Marel hf. frá
1990.
Maki, Helga Guðbjörg Sigurðardóttir f. 3. maí 1954 í Reykja-
vík. Foreldrar Sigurður Árni Sigurðsson, prentari f. 4. janúar 1928
og Guðrún Þórhallsdóttir, húsmóðir f. 31. júlí 1930.
Þórunn Elva Guðjohnsen, (V 1989) f. 29. júlí 1964 í Reykjavík.
Foreldrar Stefán Guðjohnsen, rafmagnstæknifræðingur og fram-
kvæmdastjóri, f. 19. maí 1940 sonur Þórðar Guðjohnsen, kaup-
manns og konu hans Ragnheiðar Guðbrandsdóttur. Móðir
Þórunnar er Árný Jónsdóttir Guðjohnsen, ritari, f. 25. mars 1941,
dóttir Jóns Magnúsar Árnasonar, verksmiðjustjóra og konu hans
Dagmar Sóley Sveinsdóttur.
Stúdent frá MR 1984, próf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla
íslands 1988. Hefur starfað sem verkfræðingur hjá Arnarflugi hf.
og hjá STG rafeinda- og stýritækni.
Maki, Hafsteinn Eggertsson, tannlæknir f. 15. mars 1963 í
Reykjavík. Foreldrar Eggert Hafsteinn Karlsson, framkvæmda-
stjóri f. 8. mars 1936, d. 25. apríl 1983 og Ingibjörg Friðriksdóttir
ritari, f. 10. janúar 1935.