Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 89
Vita- og hafnamál 87
Mynd 2. Innri garðurinn Vopnafirði. Gamli grjótgarðurinn er til hœgri á myndinni.
mynd 2). Gamli garðurinn var talsvert farinn að láta á sjáenda undir miklu álagi. Ölduspá
gerir ráð fyrir ölduhæð utan hafnar Hs = 4,6 m; Tp = 11,9 sek að jafnaði einu sinni á ári og
Hs = 6,6 m; Tp =11,9 sek að jafnaði á50ára fresti. Heimamennóttuðust afleiðingar þess,
ef garðurinn myndi bresta í stórbrimi. Við þær aðstæður má heita ómögulegt fyrir skip í
höfninni að komast í burtu til að leita skjóls annarsstaðar og fátt hægt að gera þeim til
bjargar.
Vopnfirðingar geta því nú framvegis verið öruggir með skip sín, auk þess sem dregið
hefur úr hreyfingu í höfninni með tilkomu innri garðsins.
Þess má geta að hugmynd að garðinum var þróuð í líkani af Vopnafjarðarhöfn, sem
unnið var að á árinu 1977.
1.3 Aðrar helstu framkvæmdir.
Bolungarvík, dýpkun................................................... 21 mkr.
ísafjörður, framkvæmdir Sundahöfn..................................... 20 mkr.
Dalvík, dýpkun ....................................................... 22 mkr.
Akureyri,fiskihöfn lok l.áfanga....................................... 44 ntkr.
Húsavík, grjótvörn ogbreikkun Norðurgarðs ............................ 35 mkr.
Bakkafjörður, bátahöfn, garðurog bryggja.............................. 28 mkr.
Seyðisfjörður, dráttarbraut efni...................................... 25 mkr.
Fáskrúðsfjörður, bryggja o.fl......................................... 29 mkr.
Nánari upplýsingar um þessar og aðrar framkvæmdir er að finna í „Skýrslu samgöngu-
ráðherra um hafnarframkvæmdir 1989“. Skýrsla þessi er gefin út árlega og er fáanleg hjá
Hafnamálastofnun.