Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 97
Landsvirkjun 95
Mynd 8. Stjórnborðið í Stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg í Réykjavík.
Prófunum lauk í október, en síðan var unnið við ýmsan frágang, stillingu reiknilík-
ana, mæligilda o.fl.
Við vígsluathöfn þann 7. desember ræsti iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, kerfiráð-
inn og lýsti hann formlega tekinn í notkun.
í svæðisskrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri verður sérstakt stýri- og fjargæsluborð
tengt kerfiráði stjórnstöðvarinnar.
Nýr fjarskiptabúnaður vegna samskipta stjórnstöðvar viö afl- og aðveitustöðvar á
Suðvesturlandi, var tekinn í notkun í júní.
Hamranes
Á árinu 1987 var ákveðið að ráðast í byggingu nýrrar aðveitustöðvar við Hamranes
sunnan Hafnarfjarðar. Stöðin er mikilvægt skref til aukningar rekstraröryggis í raforku-
kerfinu og leysir vandamál vegna aflgetu 132 kV kerfis aðveitustöðvarinnar við Geitháls
og orkuflutnings þaðan. Haustið 1987 var búnaður boðinn út. í byrjun ársins voru svo
samningar undirritaðir við EFACEC í Portúgal um afhendingu aflspennis, Sprecher
Energie í Sviss um afhendingu rofabúnaðar og ABB í Svíþjóð um afhendingu liðavernd-
ar.
Samið var við byggingarfélagið Röst hf. um byggingu mannvirkja og lauk því verki á
árinu 1989.
Mikil áhersla var lögð á öryggi við hönnun stöðvarinnar. Pannig er 132 kV hluti
hennar með einum aðalteini og einum varateini, en 220 kV hlutinn með tveimur
aðalteinum og einum varateini.
í fyrsta áfanga, sem tekinn var í notkun 11. október 1989, þegar Hitaveita
Suðurnesja var tengd stöðinni, er einn 100 MVA spennir. Rafveita Hafnarfjarðar
tengdist stöðinni í nóvemberlok, og Rafmagnsveita Reykjavíkur og Islenska stálfélagið
hf. tengjast henni á árinu 1990. Ráðgert er að setja upp þéttavirki í stöðinni á árinu 1990 til
spennustýringar og til að draga úr töpum.
í öðrum áfanga er gert ráð fyrir öðrum 100 MVA spenni, seinni 220 kV teininum og
nýrri línu frá Þjórsársvæðinu. Tímasetning þessa áfanga hefur ekki enn verið ákveðin.
Með byggingu stöðvarinnar er öðru fremur verið að auka afhendingaröryggið á
Faxaflóasvæðinu í framtíðinni.