Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 132
4-1
Jón Skúlason
Athugun á stæðni grjótgarða
1. Inngangur.
Undanfarna áratugi hafa verið byggðir nokkrir grjótgarðar í tengslum við hafnargerð, þar
sem hefur orðið skrið í linum botnlögum. Áður en framkvæmdir hófust voru Iaus jarðlög
rannsökuð og metnar líkur á skriði og sigi fyllinga. Það liggja því fyrir nokkur tilfelli þar
sem hægt er að meta hvort og í hvaða mæli rannsóknir geta gefið viðunandi mynd af
stæðni og sigi þeirra, sérstaklega á byggingartíma. Við þrjá slíka garða, sem voru byggðir
af Reykjavíkurhöfn var fylgst sérstaklega með framkvæmdum og í eitt skiptið var sérstakt
rannsóknarverkefni í gangi og urðu þar nokkur skrið á byggingartímanum. Lýsing á
byggingu og gerð garðana er í árbók VFÍ 1988, sjá heimild (5.8). Það má því með réttu
segja að í Sundahöfn og Kleppsvík hafi verið rannsóknarstöð í mörg undanfarin ár þar
sem athugað hefur verið sig og stæðni grjótgarða sem eru byggðir á linum botnlögum.
Við mettuð lin jarðlög er um að ræða tvær aðferðir við mat á skerstyrk fyrir
stæðnireikninga. Fyrri aðferðin byggir á mælingu á ódreneruðum skerstyrk, sem er
mældur í jarðlögunum með vængjabor eða í kónprófi og einásaprófi á óhreyfðum sýnum á
rannsóknastofu. Einkenni þessara mælinga og prófa er að jarðefnið er prófað við
brotástand án þess að vatn hafi náð að renna að eða frá efninu þ.e.a.s. við óbreytt
rakagildi. Aðferðin er byggð á heildarspennum, því ekki er tekið mið af hvernig hún
dreifist á vatnsþrýsting og virkar spennur. Þetta þýðir að aðferðin er mjög einföld og
hefur þess vegna verið mikið notuð erlendis. Aðferðin er nefnd Su aðferðin hér á eftir, en
erlendis er hún stundum einnig nefnd cp=0 aðferðin.
Hinn möguleikinn við að skilgreina skerstyrk fyrir stæðnireikninga er byggður á þeirri
staðreynd að skerstyrkur í jarðefnum erekki óbreytanlegur (konstant) eins og t.d. í stáli.
Þessi aðferð grundvallast á prófum af efnunum sem gera mögulegt að lýsa skerstyrk sem
falli af skerstyrktarstuðlum samkvæmt líkingu Coulombs.
x = c + (oi - u) tan cp
Þar sem: c og cp eru skerstyrktarstuðlar.
O] er virk lóðrétt spenna.
u er vatnsþrýstingur.
t er skerstyrkur.
Skerstyrktarstuðlarnir c og cp eru oftast
mældir í þríásaprófi á óhreyfðu sýni og er
það annaðhvort gert afvatnað (drener-
að) eða með mælingu á vatnsþrýstingi
(ódrenerað). Viö bæði prófin eru stuðlar
ákvarðaðir út frá virkum spennum sem
virka á sýnið við brot. Þessi aðferð við að
ákvarða skerstyrk er gild við allar að-
stæður því tekiö er tillit til vatnsþrýst-
Jón Skúlason lauk fyrrihlutaprófi I verkfrædi frá
HÍ 1964, prófi í byggingarverkfræði frá NTH í
Þrándheimi 1966. Verkfræðingur hjá Vegagerð
ríkisins 1966-67, í
Norges Geotekniske
Institutt 1967-71, hjá
Verkfræðistofu dr.
Gunnars Sigurðssonar
1971-72, hjá Vegagerð
ríkisins 1972-78 og hjá
Almennu verkfræðistof-
unni hffrá 1978.