Árbók VFÍ - 01.01.1991, Qupperneq 138
136 ÁrbókVFÍ 1989/90
Fóru þá 25 metrar framan af garðinum ogskriðu fram og niður í sjóinn. Yfirlit yfir hvernig
fyllt var við stöð 150 er sýnt á mynd 6. Malarfyllingin (1. áfangi) kom að mestu á um 20.
des 1988 og grjótfyllingin (2. áfangi) fyrstu dagana í mars 1989. Malarfyllingin (1. áfangi)
var aðeins um 1 meter á þykkt fyrir 20. des og hefur botninn því haft á sér farg í um 2,5
mánuði þegar grjótfyllinginn kom. Botniögin ættu að hafa fengið milli 50 og 60%
styrkingu frá farginu á þeim tíma en það hefur ekki verið nægilegt. A mynd 7 er sýndur
einn af óhagstæðustu brotflötum sem voru reiknaðir og var niðurstaðan að öryggi hafi
verið um 1,0 sem gefur rétta mynd af stæðni garðsins.
HíÐ H£Ð
[ml C m]
-20 --------------------------------------------
Mynd 7. Brolflötur við reikninga á stœðni garðs.
+10
o
- 10
-20
Skjólgarðurinn verður í hæð + 6 m þegar hann er fullbyggður og með fláa 1:1,5.
Útreikningar á stæðni hans sýna að eftir að vatnsþrýstingur hefur jafnast út í botnleðj-
unni, sem tekuró til 8mánuði, þáeröryggi hansgegnskriði gott. Reiknislegt öryggi ef c =
0 og cp = 30° er um 1,5.
Niðurstaða athugana á stæðni er að vængjabor meti ódeneraðan skerstyrk eins og um
sé að ræða yfirstyrktann leir samkvæmt Bjerrum. Einnig er leiðréttingarstuðull vængja-
bors 1,0 sem er í samræmi við línurit Bjerrums, sjá mynd 1.
3.2 Reykjavíkurhöfn. Kleppsbakki.
Undanfarin ár hefur Reykjavíkurhöfn unnið við gerð nýrrar viðlegu við Kleppsbakkann í
Sundahöfn, sjá (5.2 og 5.8). Fyrsta verkefnið var að gera grjótgarð frá landi í austur sem
væri vel innan við stálþilið, sjá mynd 3. í lok nóvember 1987 var garðurinn orðinn um 110
metra langur og 10 til 15 metra breiður. Sjávarmegin á fremstu 30 til 40 metrum garðsins
var áberandi skrið í fyllingunni og var fláinn þar um 1:1,5. Landmegin virtist ekki vera
skrið í fláagarðsinsogstóð fyllingin með halla 1:1,1 til 1:1,3. Sjávarbotninn var í hæð-8,0
m og klöpp í - 12 til - 14 metrar.
Laus jarðlög voru athuguð með borroborun, vængjaborun, töku sýna og rannsókn
þeirra. Niðurstöður þessara rannsókna eru sýndar á mynd 8. Botnleðjan mældist með
raka 50 til 80%, þjálni (Ip) 0%, rúmþyngd 1,65 t/m3 og styrktarstuðul cv í sigprófi 0,3 cnv/
mín. Mælingar með vængjabor sýna lægsta skerstyrk 1,0 t/m2 í 2 til 4 m dýpt og að
hlutfallið su/oi = 0,4. Athuganir á botnleðju í þríásatæki hefur sýnt að skerstyrktarstuðlar
eru c = 0 og cp = 40° við brot, 35° við lítilsháttar sig og 30° við mjög litlar hreyfingar.
Athugað var hver væri meðalskerpenna í botnleðjunni þar sem hefur orðið skrið í
garðinum. A mynd 9 er sýnd niðurstaða þessarar athugunar og þarf meðalskerstyrkur að
vera 1,14 t/m: eftir brotfletinum. Eins og kemur fram af mynd 8 þá er mældur
meðalskerstyrkur með vængjabor og kónprófi um 1,1 t/m: en um 0,8 t/m: í einásaprófi.
Samkvæmt þessu hefur vængjabor og kónpróf gefið rétta mynd af skerstyrk botnleðjunn-
ar til að nota við stæðnireikninga eftir su aðferðinni en einásapróf gefur of lág gildi.