Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 141
Stæðni grjótgarða 139
SPT borun, töku sýna og rannsókn á þeim, sjá (5.3, 5.7 og 5.14). Helstu niðurstöður
rannsókna eru sýndar á mynd 11.
Botnleðjan mældist með raka 60 til 80%, rúmþyngd 1,6 til 1,7 t/m\ styrktarstuðul cv í
sigprófi 0,4 cmVmín og er þjálni áætluð (Ip) milli 0 og 5%. Mælingar með vængjabor sýna
lægsta skerstyrk 1,0 t/m: í 2 til 3 m dýpt og að hlutfallið su/oi = 0,4. í byrjun maí 1988 var
garðurinn kominn um 50 metra frá landi en hann er um 40 metra breiður. Fylling var
komin 75 m 1. júní, 100 m 15. júní,125 m 1. sept og um 140 m 21. sept en lengra fór
garðurinn ekki. Fyllingin var öll gerð frá landi og var miðað við að hún væri í hæð + 5
metrar og virðist hún hafa sigið um 50 cm fyrri hluta árs 1989. Við byggingu garðsins var
þó nokkur skrið í fyllingunn. Sigmælingar tilraunafyllingar nálægt garðinum höfðu sýnt
að vatnsþrýstingur nær jafnvægi í botnleðjunni á einum til tveimur mánuðum. Garðurinn
var fylltur út á um 6 mánuðum sem verður að teljast lítill hraði miðað við hvað botnlagið
afvatnast hratt. Lauslegir reikningar á stæðni sýna að ef botnlagið hefði verið jafn þétt og í
Sundahöfn, þá hefðu þarna orðið brot og verið erfileikum háð að koma garðinum út. Af
þessu dæmi er ljóst að það er ekki síður mikilvægt að þekkja sighraða í linum jarðlögunt
en ódreneraðan skerstyrk, ef þarf að meta líkur á broti við gerð grjótgarða.
3.4 Hafnarfjarðarhöfn. Norðurgarður.
Á árunum 1941 til 1945 var byggður skjólgarður norðan fjarðarins skammt utan við
gömlu hafskipabryggjuna (5.15). Garður þessi er um 230 m á lengd og stefnir í suðurátt.
Garðurinn er gerður úr grjóti og möl með fláa úr stórgrýti að utan og innan. Fekja var
steypt ofan á grjótgarðinn, og er hún um 4,5 m breið að ofan. Einnig var steypt nokkuð
niður með hliðum garðsins. Botninn undir garðinum er lin botnleðja, og seig fremri hluti
garðsins rneira en búist var við. Er talið að sigið hafi að einhverju leyti stafað af skriði í
botnlögunum.