Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 144
142 ÁrbókVFÍ 1989/90
langtímasig, samkvæmt línuriti Bjerrums, sjá mynd 1. Verður að telja þetta eðlilegt
því bæði er langtímasig botnleðju mikið miðað við leir og ekki síður vegna þess að sig
af öllum gerðum skeður mun hraðar í silti en leir. Sama hlutfall hefur mælst í silti í
þríásatæki sem gefur ástæðu til að ætla að þetta hlutfall sé hægt að nota í öllu silti á
íslandi. Mælingar með kón gefa svipuð gildi og vængjabor en einásapróf hefur sýnt
verulega lægri gildi.
4.3 Rannsókn á skriði fyllinga sýnir að skerstyrkur mældur með vængjabor og kón gefur
rétt mat á stæðni með Su aðferðinni. Pessar sömu athuganir gefa einnig vísbendingar
um að leiðréttingarstuðull Bjerrums (p) sé 1.0 í botnleðju sem hefur verið rannsök-
uð, en hún er lítið sem ekkert plastísk (Ip < 5).
4.4 Athuganir í þríásatæki benda til þess að skerstyrktarstuðlar í botnleðju fyrir c-cp
aðferðina séu c = 0 og cp = 40° við miklar hreyfingar og 30° við mjög litlar.
4.5 Mælingar á sighraða fyllinga sýna að ef lek lög eru í botnleðjunni þá getur hún
afvatnast hratt og um leið aukið styrk efnisins. Ef fylla þarf í áföngum vegna stæðni
þá er mikilvægt að mæla sig strax og hægt er, til að fá rétt mat á hversu hratt efnið
styrkist og um leið að Ieiðrétta stysta tíma sem þarf að líða milli áfanga ef það er
niðurstaðan.
5. Heimildir
5.1 Almenna verkfræðistofan hf. Jarðvegsathuganir í Hafnarfjarðarhöfn. Unnið fyrir
Vita- og hafnamálastofnunina. Reykjavík, des 1978.
5.2 Almenna verkfræðistofan hf. Reykjavíkurhöfn. Kleppsbakki. Athuganir á lausum
jarðlögum. Unnið fyrir Hafnarstjórann í Reykjavík, jan 1988.
5.3 Almenna verkfræðistofan hf. Reykjavíkurhöfn. Kleppsvík. Athuganir á lausum
jarðlögum. Unnið fyrir Hafnarstjórann í Reykjavík, ágúst 1988.
5.4 Almenna verkfræðistofan hf. Reykjavíkurhöfn. Skjólgarður út af Korngarði.
Athuganir á lausum jarðlögum. Unnið fyrir Hafnarstjórann í Reykjavík, jan 1988.
5.5 Almenna verkfræðistofan hf. Reykjavíkurhöfn. Skjólgarður út af Korngarði.
Athuganir stæðni og sigi garðs. Unnið fyrir Hafnarstjórann í Reykjavík, nóv 1988.
5.6 Almenna verkfræðistofan hf. Reykjavíkurhöfn. Skjólgarður út af Korngarði.
Athuganir á sigi og stæðni garðs. Unnið fyrir Hafnarstjórann í Reykjavík, feb 1990.
5.7 Almenna verkfræðistofan hf. Reykjavíkurhöfn. Vogabakki. Athuganir á sigi og
stæðni garðs. Unnið fyrir Hafnarstjórann í Reykjavík, feb 1990.
5.8 Árbók VFÍ 1988. Reykjavíkurhöfn. Kafli 3.18.
5.9 Bjerrum, L. Embankments on soft ground. ASCE. Spec. Conf. Performance of
Earth and Earth Supported Structures. Purdue Univ., Lafayette, IN, vol. 2. 1972.
5.10 Gunnar Aas, Suzanne Lacasse, Tom Lunde and Kaare Hpeg. Use of in Situ Tests
for Foundation Design on Clay. ASCE Spec. Conf. Use of In Situ Tests in Geotechnical
Engineering, Blacksburg, Virginia, USA, June 23-25, 1986.
5.11 Norsk Geoteknisk Forening. Veiledning for utförelse av vingeboring. Melding Nr
4. Oslo 1982.
5.12 Norges Geotekniske Institutt. Publikasion nr 16. Veiledning ved lpsning av
fundamenteringoppgaver. Oslo 1973.
5.13 Jón Skúlason Athugun á silti í þríásatæki. T.V.F.Í. Nr 2 66 árgangur 1981.
5.14 Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Jarðvegsrannsóknir vegna skipaverk-
stöðvar í Kleppsvík II. Hafnarstjórinn í Reykjavík. Des 1985.
5.15 Ýmsar upplýsingar frá Vita- og hafnamálstofnun um Hafnarfjarðarhöfn.