Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 145
Ragnar Fransis Munasinghe
Jón D. Þorsteinsson
Gæðakröfur til veituspennu
fyrir hátæknibúnað
1. INNGANGUR
Rafeindarásir með samrásum og örgjörvum gegna nú víða mikilvægu hlutverki. Sem
dæmi má nefna tölvur og tölvukerfi, fjarskiptakerfi, lækningatæki og stýribúnað í iðnaði.
Því fjölbreyttari og flóknari, sem þessi búnaður verður, þeim mun næmari verður hann
fyrir truflunum frá raforkukerfinu, sem knýr hann. Ef slíkur búnaður bregst hlutverki
sínu, getur það valdið óþægindum, tilkostnaði og jafnvel hættu.
Ragnar Fransis Munasinghe lauk M.Sc. prófi í
ralmagnsverkfrædi frá Orkustofnun Moskvu-
borgar 1966. Verkfr. hjá Raforkuráði Sri Lanka
1966-70, aðstoðarverkfr. við rannsóknir hjá
Orkustofnun Moskvuborgar 1970-73, verkfr. við
Áætlanadeild Rafmagnsveitna ríkisins
1974-76, verkfr. við viðhaldsstörf hjá orkuverl
------------------ Viktoríufossa í Living-
stone í Zambíu 1977-80,
verkfr. við Áætlanadeild
Rafmagnsveitna ríkisins
1980-83, verkfr. hjá Raf-
j* i Mfvmd eftirliti rikisins frá 1986.
deildarverkfr. frá 1987.
Þegar hátæknibúnaður vinnur rangt
eða verður óvirkur, er aðalvandinn oftast
sá, að finna hvað veldur. Brengluð gögn í
minni geta til dæmis bent til bilunar í
vélbúnaði eða hugbúnaði, en kynnu allt
eins að hafa orsakast af snöggum
spennupúlsi frá rafkerfi hússins.
Spennutruflanir,sem komast inn á
rökrásaborðið, geta valdið því, að minnis-
einingar skipti um stöðu, og breytt þannig
gildurn í minni með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingunt. Sé um öfluga spennupúlsa að
ræða, geta þeir valdið varanlegum
skemmdum á samrásum og öðrurn íhlut-
um og gert búnaðinn óvirkan til frambúð-
ar.
Jón Dalmann Þorsteinsson. Prófírafeindaverk-
fræði frá DTH íKhöfn 1963. Verkfr. hjá A/S Eltra í
Khöfn 1963-65. Deildarverkfr. hjá Ríkis-
útvarpinu - Sjónvarpi
1965-73. Verkfr. hjálðn-
tækni h/f 1973-74, hjá
Rafmagnsveitum ríkis-
ins 1974-78, sjálfstæð
ráðgjafastarfsemi
1979-82, hjá Raf-
magnseftirliti ríkisins frá
1982, deildarverkfr. frá
1987.
Nauðsynlegt er því að vita, hvers
konar truflanir geta komið frain á veitu-
spennunni, og hversu tíðar þær eru.
Þegar upp koma vandamál vegna
truflana frá rafmagni, er seljendum raf-
magnsins, rafveitunum, oft kennt um.
Reynslan sýnir hins vegar, að það er að-
eins í um 5% tilvika, sem sökin liggur hjá
rafveitunni. í um 95% tilvika er orsak-
anna að leita hjá notendunum, gjarnan
innan sömu byggingar og truflananna
verður vart í.
Rafveitur gera yfirleitt sitt besta til
þess að forðast sveiflur og truflanir á