Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 147
Veituspenna 145
Ef sig eða ris eru nógu öflug til að áhrifa þeirra gæti, eftir að spennubreyting, afriðun
og reglun hefur átt sér stað í tækjum, getur það valdið alvarlegri röskun á starfsemi
viðkvæms rafeindabúnaðar.
Sem dæmi má taka, að tæki, sem hannað er til að frumstilia sig við ræsingu, geta
endurtekið frumstillingu eftir alvarlegt sig, þar sem það skynjar sigið eins og slökkt hafi
verið á því og síðan kveikt aftur. Mörg rafeindatæki stöðvast og fara ekki sjálfkrafa í gang
aftur, ef spenna er undir mörkum í meiraen nokkrar millisekúndur. Mjögilla getur farið,
ef aðeins hluti búnaðar í samvirku kerfi heldur áfram að starfa eftir að truflun hefur orðið
vegna spennusigs.
Slæðingspúlsar
Þær veitutruflanir, sem erfiðast er að fást við og valdiö geta mestu tjóni, eru svokallaðir
slæðingspúlsar. Talað er um „brodda“, „púlsa“ og „slæöingssveiflur“. Þetta geta t.d.
verið stakir púlsar með mjög stuttan ristíma en nokkru lengri falltíma, eða 5 - 10
hátíðnisveiflur, þarsem sú fyrsta erstærst en síðan fara þær minnkandi. Truflanirnargeta
hvort sem er aukið eða minnkað augnabliksgildi riðspennunnar, varað frá nokkrum
nanosekúndum og allt að hálfu riði (10 ms) oggeta orðið milli fasa og núlls, fasa og jarðar
eða núlls og jarðar. Áhrif þeirra geta líkst ýmsum öðrum kvillum í búnaðinum, auk þes
sem þær geta valdið meiri eða minni skemmdum á rafeindaíhlutum.
Tíðnibreytingar
Tíðnibreytingar eru sjaldan vandamál í stærri veitukerfum. Frávikfrá 50riðum er sjaldan
meira en 0.5 rið, og er jafnað út fyrir hverja 24 tíma, svo að rafmagnsklukkur og aðrir
tímagjafar, sem háðireru nettíðninni, gangi rétt. Öðru máli gegnir, ef um einkastöðvarer
að ræða, smærri kerfi með dísilknúnum rafölum, vararafstöðvar o.þ.h. Án sérstakrar
aðgæslu getur tíðnin í slíkum tilvikum reikað yfir 10 riöa svið, eða milli 45 og 55 riða.
Tíðnibreytingaraf þessari stærðargráðu geta valdið truflunum í ýmsum tækjum, sem nota
tímatöku byggða á veitutíðni, í tíðniháðum rásum og ekki síst í jaðartækjum fyrir
tölvubúnað, svo sem diskadrifum og segulbandstækjum.
Yfirsveiflur
Yfirsveiflur eru margfeldi af tíðni spennu og straums, sem valdið geta bjögun á
spennuformi, séu þær nógu öflugar. Yfirsveiflur eru algengastar í iðnaðarveitum og stafa
einkum af ólínulegu álagi, svo sem kjörnum í spennum, neistandi álagi, svo sem
rafsuðutækjum og bræðsluofnum, og cinnig frá stórum afriðlum.
Aðrar veitutruflanir
Nokkrar aðrar tegundir truflana koma fyrir í rafveitukerfum. Þær eru skilgreindar sem
hér segir:
(A) . Útvarpstíðnitruflanir, sem berast með leiðurum (RFI) Þessar truflanir leiðast
til tækjanna eftir veitukerfinu. Venjulega er um að ræða truflanir með mjöghárri tíðni, og
þarf sérhannaðar síur til að fjarlægja þær.
(B) . Rafsegultruflanir(EMI)
Þessar truflanir geta átt margvísleg upptök, sem gerir mjög erfitt um vik að greina
þær og hindra, einkum séu þær skammvinnar og óreglulegar. Nokkur dæmi um
truflanavalda eru: Sjónvarp og ratsjárkerfi, kveikjukerfi, úrhleðslur í gufuhvolfinu,
neistar af stöðurafmagni.
(C) . Rafsegulpúlsar
10