Árbók VFÍ - 01.01.1991, Side 148
146 Árbók VFÍ 1989/90
Þessar truflanir skapast af aöstæðum í gufuhvolfinu og ofan þess. Eldingar eru
algeng orsök. Fyrirbæri eins og sólblettir geta orsakað umtalsverða rafsegulpúlsa. Ein af
orsökum rafsegulpúlsa eru kjarnorkusprengingar í mikilli hæð (NEMP).
3. HÖNNUN RAFLAGNA MEÐ TILLITI TIL TRUFLANAHÆTTU
Þegar raflagnir eru hannaðar má gera ýmsar ráðstafanir til að draga úr möguleikum á
truflunum. Sérstök lögn frá inntaki eða aðaltöflu ætti að vera fyrir tölvubúnað og önnur
viðkvæm rafeindatæki. Best er að sérstakur inntaksstrengur frá spennistöð sé fyrir þessa
lögn. Engin önnur tæki ætti að tengja við þessa lögn, til dæmis ekki ljósritunarvélar, sem
geta valdið staðbundnum truflunum. Þetta má tryggja með sérstökum tenglabúnaði.
Þetta fyrirkomulag dregur úr hættu á truflunum frá tækjum eins og rafsuðutækjum,
ræsibúnaði hreyfla o.þ.h.
Annar möguleiki er að fá sérstakan spenni í spennistöð, sem aðeins þjónar
tækjalögninni. Þessi ráðstöfun minnkar hættu á truflunum sem eiga upptök í spennistöð,
t.d. vegna aðgerða rofa og varnarbúnaðar, en kemur að sjálfsögðu ekki að gagni, ef
truflun eða spennuleysi verður í háspennukerfinu. Þetta er dýr ráðstöfun, en getur í
sumum tilvikum verið réttlætanlg, ef miklu skiptir að halda uppi ótruflaðri starfsemi.
Rangt fyrirkomulag jarðtenginga veldur að líkindum fleiri truflanavandamálum en
nokkrir aðrir gallar á lögnum. Þótt aðaltilgangur jarðtenginga sé að vernda starfsfólk
gegn raflosti, eru þær ekki síður mikilvægar til að tryggja að tölrænar rökrásir vinni rétt.
Flestar rökrásir nota jarðspennuna sem núllviðmiðun, þannig að fljótandi jörð eða
truflanir sem berast með jarðleiði geta valdið alls kyns villum og truflunum á starfsemi
tölva og annars búnaðar sem notar lágspennt rökræn boðskipti. Tölvukerfi þurfa að hafa
traust jarðsamband með lágu viðnámi.
Best er að núllleiðari og jörð tengist í aðaltöflu, og hvergi annars staðar. Alla gul/
græna jarðleiðara frá tengidósum í tækjakerfi skal leggja að einum sameiginlegum
tengipunkti (tcngiskinnu). Gildleiki jarðleiðara skal minnst vera sá sami og fasaleiðara,
betra er að hann sé einum stærðarflokki ofar. Þetta tryggir að ekki sé spennumunur milli
jarðtenginga tækja sem tengjast sama boðskiptakerfi.
4. TÆKI TIL TRUFLANADEYFINGAR
Rétt útfærsla raflagna með sérstökum greinum fyrir rafeindabúnað og jarðtengingum
eins og að ofan getur, dregur úr hættu á truflunum, en veitir þó ekki fullkomna vörn í
öllum tilvikum. Truflanir geta borist frá öðrum greinum tengdum sömu töflu, eða frá
aðalnetinu.
Á markaðnum er ýmiss konar búnaður, sem haldið er fram að veiti vörn gegn hvers
konar truflunum frá veitukerfinu. Til þess að geta valið réttan varnarbúnað er nauðsyn-
legt að vita nákvæmlega, hvers eðlis truflanirnar eru, og hversu oft þær koma fyrir.
Til að afla þessara upplýsinga er nauðsynlegt að fylgjast nteð veituspennunni
alllangan tíma með viðeigandi mælitækjuni, t.d. truflanarita, sem skráir og tímasetur
sjálfkrafa allar truflanir á spennunni. Samhliða þessu þarf að gera tímasetta skrá yfir þær
truflanir, sem fram koma í tölvum, jaðartækjum og öðrum búnaði. Þessar skrár þarf síðan
að bera saman og finna sámsvörun atburða.
Völ er á ýmiss konar búnaði til að draga úr nettruflunum. Sumar gerðir hindra með
síun að truflanir berist til tækjanna, en aðrar umbreyta veituspennunni í „hreina“ spennu.
Þessum búnaði má skipta í eftirtalda flokka: