Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 149
Veituspenna 147
I. Síur
II. Spennar og spennujafnarar
III. Hreyfilrafalar
IV. Órjúfanlegir aflgjafar (UPS).
I. Síur
Síur eru gerðar úr spólum, þéttum og oft einnig ólínulegum hálfleiðurum, svo sem
spennuháðum viðnámum og díóðum. Þær geta verið raðtengdar eða hliðtengdar, en hafa
oft bæði raðtengda og hliðtengda íhluti, og tengjast báðum (öllum) fösum og jörð. Síur
deyfa púlsa og hátíðnitruflanir, en þurfa að vera af réttri gerð fyrir þær truflanir, sem um
er að ræða. Þeim er oft komið fyrir í netinntaki viðkvæmra rafeindatækja. Síum er
gjarnan skipt í þrjá flokka eftir afkastagetu. Þeir eru:
50-Joule flokkur,
500-Joule flokkur og
2000-Joule flokkur.
Spennar og spennujafnarar
Af spennum er helst að nefna stillispenna, einangrunarspenna ogsónspenna (ferroreson-
ant).
Hlutverk stillispenna er að halda uppi stöðugri útgangsspennu, þótt veituspenna
breytist. Þeta gerist með sjálfvirkri stillingu á vindingahlutfalli spennisins. Deyfing á
truflanapúlsum er oftast lítil eða engin.
Einangrunarspennar deyfa truflanir, sem koma jafnt á báða fasa gagnvart jörð. Þeir
hafa hins vegar engin áhrif á undir- eða yfirspennu.
Sónspennar henta einkum við tiltölulega lítið álag. Kjarni þeirra er byggður þannig,
að eftirvafsrásin vinnur við mettun, og er tengd þétti, þannig að hún sónar við
netspennuna. Sónspennir deyfir púlstruflanir milli fasa og jafnar út spennusveiflur.
Verkun hans er háð álagi, þannig að hann vinnur best við 60% af málálagi.
Spennujafnarareru byggðir upp meðeinhverjum áðurnefndra spenna ásamt línuleg-
um magnara og margvíslegum reglunar- og síubúnaði. Með réttri gerð af spennujafnara
má fá góða vörn gegn alls kyns púlstruflunum og spennusveiflum.
III. Hreyfilrafalar
Hér er um að ræða samstæðu hreyfils og rafala, þannig að álagið er án rafrænna tengsla
við veitukerfið. Slík samstæða veitir fullkomna vörn gegn púlstruflunum, og getur
minnkað spennusveiflur sem eru allt að +/- 20% niður í +/- 1%. Hreyfilrafalinn hefur
þann einstæða eiginleika að geta brúað skammtíma spennuútfall. Snúningsorka hans
getur nægt til að brúa um 300 msek. útfall, og með því að bæta á hann sveifluhjóli, má
lengja þennan tíma. Gallarnir við þessa lausn eru hátt verð, hávaði, þyngd og fyrirferð, og
nýtni aðeins um 80%, sem veldur upphitun og eykur orkukostnað.
IV. Órjúfanlegir aflgjafar
Sé nauðsynlegt að tækjabúnaður starfi lengur en hálfa sekúndu eða svo, þótt veituspenna
faili út, er eina lausnin að setja upp órjúfanlegan aflgjafa. Hann byggist á afriðli og
hleðslutæki, sem breytir riðspennunni í jafnspennu og hleður jafnframt rafgeyma. Áriðill
breytir síðan jafnspennunni í riðspennu með réttri tíöni. Falli veituspennan út taka
rafgeymarnir við, þannig að tækin fá rétta og ótruflaða spennu og tíðni, svo lengi sem
hleðsla geymanna endist. Þetta er dýr lausn, nýtni er ekki sérlega góð og oft þörf fyrir
sérstakt loftræst rými, en getur eigi að síður verið nauðsynleg, eins og fyrr segir.