Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 153
43
Árni Snorrason
Langtímabreytingar á vatnafari
og tengsl þess við veðurfar
1 Inngangur
Eins og flestum er kunnugt, þá á sér nú stað mikil og víðtæk umræða um loftslagsbreyting-
ar er gætu átt sér stað vegna mengunar mannsins á umhverfi sínu. Alþjóðastofnanir hafa
skipulagt víðtækt samstarf á sviði tækni og vísinda og ber þar hæst rannsóknir á sviði
veður- og vatnafræði. I burðarliðnum er fimm ára samnorrænt rannsóknarverkefni er
snýr að tengslum veðurfarsbreytinga við breytingar á hinum ýmsu ferlum vatnshringrás-
arinnar og er ísland virkur þátttakandi í undirbúningi þess.
Fyrsta skrefið í öllum athugunum á hugsanlegum breytingum á náttúrufari er að skoða
eins og kostur er þær náttúrulegu breytingar, sem þegar eru þekktar af mældum gögnum
eða eftir öðrum heimildum. Því mun ég byrja á lýsingu á veðurfari og veðurfarsbreyting-
um sem byggir að miklu leyti á umfjöllun veðurfarsfræðingsins H.H. Lambs (1966, 1972,
1977). Því næst mun ég fjalla um langtímabreytingar á vatnafari eins og þær koma fram í
mældum rennslisröðum þriggja vatnsfalla.
Að lokum er fjallað um tengsl veður- og vatnafars og er þar annars vegar byggt á
samspili háloftavinda og rennslis og hins vegar á samspili rennslis við vindstyrk og hita
á jörðu niðri. Mjög mikilvægt er að finna tengsl veður- og vatnafars og má þar sérstaklega
nefna að slíkt gefur möguleika á að nota sér upplýsingar um veðurfar til að segja fyrir um
vatnafar, utan þeirra svæða og þess tíma sem vatnamælingar ná yfir. Á þetta við um
fortíðina og eins framtíðina, þegar og ef tekst að líkja eftir og segja fyrir um langtíma-
breytingar á veðurfari.
2 „Veðurfar og vindar"
Inngeislun sólarinnar er mjög breytileg eftir breiddargráðum og svo er einnig um
útgeislun jarðarinnar. Þetta veldur verulegum hitamismun nrilli miðbaugs og heirn-
skauta, sem knýr síðan vindakerfi jarðar-
innar og reyndar einnig hafstraumana.
Snúningur jarðar mótar síðan þessi kerfi,
ásamt legu landsvæða og hafa. Við mið-
baug stígur loft til himins og er þar kallað
kyrrabelti. Beggja vegna við það eru stað-
vindabeltin, með austlægum vindi. Þau
takmarkast af niðurstreymi og hæðabelti
við 30° breiddargráðu, en síðan taka vest-
anvindabeltin við að lægðabelti nálægt 60°
breiddargráðu. Norðan lægðabeltisins eru
síðan austlægir heimskautavindar. Á
mörkurn hinna hlýju hitabeltis- og hinna
köldu heimskautaloftmassa eru skörp
Árni Snorrason lauk B.S. prófi í edlisfrædi frá HÍ
1978, M.S. prófi í vatnaverkfræði frá University
of lllinois 1980 og Ph.D. prófi í sömu grein frá
sama skóla 1983. Vann jafnhliða námi
við vatnafræðirannsókn-
ir á lllinois State Water
Survey og við lllinois-
háskólann. Sérfræðing-
ur í vatnafræði hjá Orku-
stofnun 1983-1987.
Forstöðumaður Vatna-
mælinga Orkustofnunar
frá 1987.