Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 157
Vatnafar 155
49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 7] 73 73 74 75 76 77 78 79 00 81 82 83 84 85 86 07 86 O'l
3. mynd: Hvítá; Kljáfoss. Jafnað frávik frá meðalrennsli.
49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89
4. mynd: Suðlœgur vindþáttur í 500 mb fleti. Jafnað frávik frá meðalgildi.
í upphafi mælitímabilsins eru vatnsrýr ár en um 1952 hefst áratugur hagstæðs
vatnsbúskapar. Umogeftir 1960dregurmjögúrrennslioghelstsvoúthafísárin. Um 1970
dragnast í ánni og árin á eftir allt til ársins 1976 eru ágæt hvað varðar rennsli. Arin 1977
söðlar um og hefst þá langvarandi lágrennslistímabil allt til ársins 1989, rofið af ágætu
vatnsári 1984. Tilhneiging ársins 1989 heldur áfram nú í ár og stefnir í mikinn snjóavetur.
En hvar er að leita skýringa á þessum langtímasveiflum í rennsli? Hvernig tengjast þessar
breytingar veðurfarsbreytingum eða veðurfari yfirleitt?
Auðvitað er ljóst að vatnafar er nátengt veðurfari, en oft er erfitt að finna tengsl við
hefðbundnar hita- og úrkomumælingar, oft gerðar langt utan vatnasviða þeirra vatnsfalla
sem eru til athugunar. Einnig eru slíkar mælingar í eðli sínu punktmælingar og á það
sérstaklega við um úrkomumælingarnar. Ennfremur eru mikilvægustu afrennslissvæðin á
hálendinu og til fjalla og er næsta víst að samband úrkomu á láglendi við úrkomu á hálendi
er háð ýmsum þáttum og vísast mjög breytilegt eftir veðri og veðurfari almennt. Þetta á
einnig við um jöklana, en þar kemur til viðbótar sams konar vandamál varðandi hitann.
Hitastig á láglendi segir ekki alla söguna um hitastig á hálendi eða jöklum.
Til þess að forðast notkun á punktmælingum á veðri er mögulegt að nota annars konar
breytistærðir sem lýsa veðurfari. A vatnafræðiráðstefnu, sem haldin var haustið 1986,
kynnti Trausti Jónsson veðurfræðingur athyglisverðar athuganir sínar á háloftaveðurfari,
sem hann fjallaði frekar um á námsstefnu íslenska vatnafræðifélagsins um gróðurhúsa-
áhrif í janúar 1990 (1990 a, 1990 b). Með leyfi hans nota ég hér tímaröð af suðlægum
vindþætti í 500 mb fleti yfir íslandi. Röðin byggir á útreiknuðum mánaðarmeðaltölum af
vindstyrk og hefur verið farið með hana á svipaðan veg og rennslisraðirnar (4. mynd).
Tilraun var einnig gerð með annars konar tímaraðir. Þær eru grundvallaðar á
mælingum á vindstyrk og -stefnu, ásamt mælingum á hitastigi. Þessar mælingar eru frá
Reykjavíkurflugvelli og eru gerðar á 3 klst. fresti. Fyrir hverja athugun var margfaldað
saman hitastig og vindstyrkur að því tilskildu að hitastigið væri hærra en 0°C og
vindstyrkur meiri en 10 hnútar, annars var margfeldið sett jafnt núlli. Tvær tímaraðir
dagsgilda voru síðan gerðar. Önnur var summa allra gilda margfeldisins þar sem
vindstefna var á bilinu 90°-270° en hin summa þeirra er höfðu vindstefnu frá 270° til 90°.
Markmiðið með þessu var að finna tímaraðir sem varðveittu þá þætti sem mikilvægir eru
vatnafari. Sú leit er á algeru byrjunarstigi.