Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 158
156 ÁrbókVFÍ 1989/90
% %
J. mynd: Suðlœgt varmaðstreymi í Reykjavík. Jafnað frávik frá meðalgildi.
Ef viö skoðum saman rennsli Hvítár og veðurfarsraðirnar eru tengslin augljós (3., 4.,
5., og 6. mynd). Tímabil sterkra sunnanátta tengjast miklu afrennsli. Eins sjáum við að
áhrif veikra sunnanátta, (eða sterkra norðanátta) tengjast lágrennslistímabili haf-
ísáranna. Einstök ár skera sig út úr. Árin 1950-51 voru miklir þurrkar á Suður- og
Vesturlandi, en á Austurlandi voru þrálátar norðaustanáttir og gífurleg úrkoma. Árin
1953 og 1959 voru mjög úrkomusöm á Suður- og Vesturlandi. Árin 1976 og 1984 voru
úrkomusöm á Suður- og Vesturlandi, en mjög hlý á Norður- og Austurlandi. Árið 1964
var kallað ár veðurblíðunnar, aðallega vegna óvenju hlýrrar vetrarveðráttu og sumar-
blíðu. Þó var kalt inn til landsins, sérstaklega á Norðurlandi. Vatnsbúskapur ársins var
hins vegar með þeim hætti að vetrarrennsli var óvenju mikið, en um sumarið var veður
svo aðgerðarlítið að jöklaleysing var með allra minnsta móti og sagt var að jökulár eins og
Kaldakvísl, sem á sér hátt liggjandi jökulsvæði, kæmi ekki fram. Árið 1979 var einnig
afbrigðilegt, en á annan veg, því þá voru sumarkuldar almennir eftir kalt vor. Vetur setti
einnig snemma að.
Auðvitað eru tengsl vatnafars við veðurfar flóknari en hér er lýst. Þó er athyglisvert að
einfaldar samfylgniathuganir sýna að marktæk tengsl eru milli ofangreindra tímaraða og
eru þessi tengsl ekki einungis samtímatengsl, heldur eru einnig tengsl milli rennslis og
háloftavinda undangenginna mánaða. Ekki er vafi á því að hægt er að draga þessi tengsl
fram á ákveðnari hátt með því t.d. að gera greinarmun á árstíðum, tengja fleiri
háloftaveðurþætti o.fl. í þessum dúr.
4. Lokaorð
Hér að framan var iögð áhersla á hversu þýðingarmikið það er að þekkja sem best tengsl
veður- og vatnafars. Slík þekking getur víða komið að notum við nýtingu okkar á vatnsafli
landsins. Þar má nefna
• Rekstrarspár, sérstaklega á misseris-grunni.
• Bættar og jafnvel breyttar hönnunarforsendur.
• Breytta stöðu smávirkjana og jarðhitavirkjana (sem virkja má á stuttum tíma).
• Möguleika á samnýtingu jarðhita og vatnsafls m.t.t. langtímabreytinga á rennsli.