Árbók VFÍ - 01.01.1991, Side 163
Bergfestur 161
inn er augljóslega háður gæðum sementsefjunnar og er stundum tekið tillit til þess. En
eins og áður sagði ræður brot milli sementsefju og bergsins venjulegast bindilengdinni.
2.4 Brot milli sementsefju og bergs
Yfirleitt ræður þessi tegund brots því hversu löng bergfestan þarf að vera þar sem
bindilengdin ræðst af þessum brotmöguleika. Bindilengdina má áætla samkvæmt jöfn-
unni:
þar sem Lb = bindilengd
P = hönnunarálag bergfestunnar
d = þvermál borholunnar
Tb = hönnunarskerstyrkur milli sementsefju og bergs
Venjulegast er Lb þó aldrei haft minna en 3 m vegna þess að bergið getur verið lélegt á litlu
svæði þó heillegra sé allt um kring.
Hönnunarskerstyrkur er ákveðinn samkvæmt prófun sérstakra tilraunafesta eða eftir
reynslu annars stáðar frá í svipuðum berglögum. Með prót'unum má finna út brotsker-
styrk og er hönnunarskerstyrkur yfirleitt settur 25-50% af brotskerstyrk. Brotskerstyrk-
ur ræðst af skerstyrk bergsins, boraðferð og hreinsun borholu og styrkleik sementsefj-
unnar. Dæmigerð gildi á brotskerstyrk eru gefin ískrá 1 sem birt erí heimild (1) og víðar.
Skrá 1: Brotskerstyrkur í nokkrum bergtegundum.
Bergtegund Brotskerstyrkur milli heillegs bergs og sementsefju kg/cm: MPa
Granít og basalt 17-31 L7-3,1
Dolomískur límsteinn 14-21 1,4-2,1
Veikur límsteinn 10-15 1,0-1,5
Harður leirsteinn 8-14 0,8-1,4
Veikur leirsteinn 2-8 0,2-0,8
Sandsteinn 8-17 0,8-1,7
Steinsteypa 14-28 1,4-2,8
Við upphaflega hönnun flugstöðvarinnar áætluðu bandarísku hönnuðirnir brotskerstyrk
sem er lægri en uppgefið fyrir basalt en á efri mörkum sandsteins eða 15 kg/cm;.
Hönnunarskerstyrkur var áætlaður 7,5 kg/cm2. Eins og fram kemur seinna í þessari grein
virðast gildin fyrir basalt í skrá 1 nokkuð há að minnsta kosti víða hérlendis þar sem
basaltið er sprungið og ummyndað.
2.5 Brot bergsins umhverfis festuna
Þegar heildarlengd bergfestunnar er ákveðin þarf að athuga hvort líkur séu á að
bergmassinn umhverfis festuna gefi sig. Þá þarf að taka tillit til sprungumynsturs
bergsins, grunnvatnsstöðu og eigin þyngdar bergsins.
Einföld aðferð til að meta nauðsynlegt dýpi er að reikna út þyngd keilunnar á mynd 2.
Sé einungis reiknað með eiginþyngd bergsins til að taka við togálaginu er skerstyrk
bergsins algjörlega sleppt. Með því móti er hönnunin öruggu megin en telja verður
n