Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 166
164 ÁrbókVFÍ 1989/90
lega 1-2 m á þykkt. Gjallkargi þessi er að hluta fylltur leir og silti en virðist nokkuð vel
samlímdur.
Neðan við gjallkargann er annað dyngjubasaltlag svipað því efra nema hvað boranir
gáfu til kynna fleiri gjallkennd veikleikabelti.
Mynd 4 sýnir klöppina eins og hún blasti við víöa í grunninum.
5. Framkvæmd
Hér er ætlunin að lýsa stuttlega hvernig staðið var að niðursetningu bergfesta í
flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.
Við steypu á undirstöðum skerveggja var skilið eftir gat í þær sem síðar var borað í
gegnum niðurí klöppina. Holuþvermál varannars vegar 165 mmfyrirallt að22 vírafestur
en 208 mm fyrir 25-30 víra festur. Holudýpi var allt að 21,2 m. Verktilhögun var í
megindráttum þannig:
1) Boruð hola.
2) Hola lekaprófuð.
Nú var um tvær leiðir að velja eftir niðurstöðu lekaprófsins.
a) Hola fullnægir ekki þéttleikakröfum b) Hola fullnægir þéttleikakröfum
2a) Þétting með ídælingu 3b) Festa sett niður
4a) Endurborun holu 4b) Festa prófuð
5a) Eins og 2) o.s.frv. 5b) Forspennuálag sett á
6b) Gengið frá festuhaus
Tilgangur lekaprófsins er að athuga hvort sementsefjan haldist í holunni þegar festan er
sett niður, en mjög mikilvægt er, að minnsta kosti við festursem endast eiga ílangan tíma,
að sementsefjan sígi ekki svo langt niður í holuna á storknunartímanum að steypuskil
myndist á bindilengdinni. Slík steypuskil eru veikleiki á tæringarvörninni.
í verklýsingu voru notuð lekamörk sem mælt er með í heimild (1) og virðast hafa verið
notuð víöa um lönd, bæði austan hafs og vestan. Kröfurnar voru um það bil 0,1 l/mín/m.
Engin borhola reyndist svo þétt eftir borun og erfitt var í mörgum holum að ná þessum
lekamörkum. Við framkvæmdina kom í ljós að þessi mörk eru óþarflega ströng og virðist
mega rýmka mörkin upp í allt að 3 l/mín/m, án þess að sementsefja með vatnssementstölu
0,4-0,5 (20-25 1 af vatni í 50 kg af sementi) sígi nokkuð að ráði í holunni. Var ávallt
lekaprófað líka með sementsefju rétt áður en festan var sett niður.
Festan er samsett úr strengjasteypuvírum sem klipptir eru í lengdir sem samsvara lengd
festunnar. Vírarnir eru bundnir saman í stranga og með reglulegu millibili á bindilengd-
inni er komið fyrir sérstökum stykkjum til að halda þeim í sundur (spreaders) eða draga
þá saman, sjá mynd 1. Þegar búið er að festa saman alla vírana er plaströrum smeygt utan
um vírstrangann sem tæringarvörn. Á bindilengdinni var notaður plastbarki en á fríu
lengdinni var notað PEH-plaströr. Mjög vandlega er gætt að þéttingu neðst á fríu
lengdinni til að hindra að sementsefja fari inn í rörið á fríu lengdinni. Var þar sett
sérsmíðað járnstykki með raufum fyrir vírana og þétt með feiti í öll göt. Síðan var feiti
dælt innan í rör fríu lengdarinnar þar til það fylltist. Er festan þá tilbúin til niðursetningar.
Mynd 5 sýnir samsetta bergfestu rétt áður en hún er sett í holuna.
Borholan er nú fyllt af sementsefju og festunni stungið í holuna. Parf þá sérstaklega að
gæta að því að plastbarkinn á bindilengdinni fyllist af sementsefju. Þegar efjan hefur
harðnað er festan prófuð og síðan er forspennuálagið sett á og gengið frá festuhausnum.