Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 172
170 Árbók VFÍ 1989/90
7. Niðurstöður
Árið 1984 voru settar niður 36 varanlegar bergfestur í flugstöð á Keflavíkurflugvelli.
Tilgangur festanna er að færa jarðskjálftakrafta frá byggingunni niður í berggrunninn.
Mesta hönnunarálag var 335 tonn á eina festu og munu þarna vera stærstu bergfestur sem
settar höfðu verið niður í Evrópu til þess tíma. Við framkvæmdina kom í ljós að óhætt er
að rýmka verulega lekamörk í borholum fyrir bergfestur frá því sem mælt er með í
erlendum heimildum eða í allt að 3 1/mín/m.
Brotskerstyrkur milli sementsefju og borholuveggs er í erlendum heimildum talinn
17-31 kg/cm:í heillegu basalti en mældist 5,2-11 kg/cm: ígrunni flugstöðvarinnar, enda er
ekki hægt að segja að það basalt sé heillegt.
Alls voru notuð um 95 tonn af sementi í verkið eða um 170 kg/m bergfestu.
Verktakakostnaður við verkið skiptist þannig að um 40% kostnaðar var við festurnar
sjálfar og niðursetningu þeirra, 50% kostnaðar var vegna sementsídælingar og 10%
vegna prófana o.fl.
8. Lokaorð
Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli er þakkað fyrir að heimila birtingu
greinar þessarar. Hönnun hf. hafði sem eftirlitsaðili umsjón með flestum mælingum á
skriðstuðli sem birtar eru í skrá 3 og er þakkað fyrir þær upplýsingar. Almennu
verkfræðistofunni hf vil ég þakka fyrir margháttaðan stuðning við gerð rnynda og
textavinnslu.
Heimildir
(1) “Recommendations for Prestressed Rock and Soil Anchors”, Post-Tensioning
Institute, 1980.
(2) Littlejohn, G.S., and Bruce, D.A.: “Rock-Anchors-state of the art Part 1: Design”
Ground Engineering, May and July 1975, “Part 2: Construction”, Ground Engineer-
ing, Sept. and Nov. 1975.
(3) Littlejohn, G.S., “Acceptance criteria for the service behavior of ground
anchorages”, Ground Engineering, April 1981.
(4) Littlejohn, G.S. and D.A. Bruce, “Rock Anchors-Design and Quality Control” 16th
Symposium on Rock Mechanics, 1975.
(5) Ostermayer, H., “Construction, carrying behavior and creep characteristics of
ground anchors”, Diaphragm walls and anchorages, Proc. of Conf. organized by
Institution of Civil Engineers, London, Sept. 1974.
(6) Schnabel, H., “Tiebacks in Foundation Engineering and Construction”, McGraw
Hill, 1982.