Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 176
174 ÁrbókVFÍ 1989/90
3. mynd.
Landrekssaga hafssvœðisins milli Evrópu og Grœnlands. Nýmynduð úthafsskorpa sem myndast á
milli meginlandsfleka er skyggð og gliðnunarsprungan er sýnd með breiðum strikum. Myndirnar
sýna stöðuna a) fyrir um 57 m.á b) 45 m.á., og c) 25 milljón árum, og d) í dag.
snarast þannig að jarðlögum hallar til austurs, en vesturkanturinn rís upp afmarkaður af
miklum misgengjum (Gairaud o.fl., 1978). Hryggurinn er hulinn setlögum, og ris
hryggjarins, eða hlutfallsleg lækkun sjávarborðs, hefur rofið í þau láréttan flöt eftir að
snörunin átti sér stað. Grunnar boranir í hrygginn á vegum alþjóðasamvinnu um
hafsbotnskönnun (Deep Sea Drilling Project) leiddu í ljós að setlögin voru mynduð á
tertíertíma, þ.e. eftir að landrek hófst á þessu svæði (Talwani & Udintsev,). Hljóðendur-
kastsmælingar sýndu ógegnsætt lag undir setlögunum, sem ýmist var tiilkað sem
basalthraun eða harður berggrunnur meginlandsskorpunnar, en gerð þeirra hefur ekki
verið sannreynd. Eins og nánar verður greint frá hér á eftir, hafa rannsóknir okkar stutt
aðaldrætti þessara hugmynda, en einnig hafa ný atriði bæst í myndina.
Norsk-íslensku rannsóknirnar hófust árið árið 1985. Þá var mælt á samtals um 4500 km
af siglingalínum (4. mynd). Mælingarnar heppnuðust vel og með þeim mátti sjá dýpra en
fyrr, og fá jafnframt skýrari og fullkomnari mynd af grynnri setlögum. Auk endur-
kastsmælinga voru gerðar í sömu siglingu þyngdar- og segulmælingar, og bylgju-
brotsmælingar með hlustunarduflum. Mælingavinna og tölvuvinnsla var boðin út og
norska mælingafyrirtækinu Geco fengið verkefnið.