Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 178
176 ÁrbókVFÍ 1989/90
(S)
o
tooo
Áxxi
3000
a)
Jarðlagasnið vestur-austur á a) Jan Mayen-hrygg og b) framhalcii hans til suðurs. Efst eru yngri
setlög ( <57 m.á. ) daufskyggð. Hraunlögin undir setlögunum eru dökkskyggð, enþar undir ersýnt
með meðaltóni Itvar eldri setlög er hugsanlega að finna.
Ákermoen, 1990). Þó er merkast að nýjar upplýsingar hafa fengist undir fyrrnefndum
„ógegnsæa fleti“ undir setlögunum. í ljós kemur að hann er efra borð hraunafláka sem
líggur að líkindum yfir gjörvöllu svæðinu. Hraunin runnu á landi fyrir 55-60 milljónum
ára, þegar landrekssprungan austan hryggjarins var að myndast. Þau eru hluti af
víðfeðmu hraunasvæði sem þá varð til ogenn má sjá á landi, t.d. í Færeyjum og á Austur-
Grænlandi. Þykkt hraunastaflans er fremur óviss á hryggnum, en er að líkindum víðast
minni en 1 km. í austurjaðri hryggjarins þykknar hraunastaflinn mjög út undir djúpið.
Fleygur þessi er jaðar hins fyrsta upprunalega gos- og gliðnunarbeltis, þar sem hraunin
hlóðust upp og sveigðu jarðskorpuna niður undir sig. Mörk meginlands- og úthafsskorp-
unnar eru á þessum stað. Undir hraununum inni á hryggnum má sjá á afmörkuðum
svæðum lagskipta jarðlagasyrpu, sem túlkuð eru sem setlög, og eru þau margra kílómetra
þykk. Þessi þykku setlög hljóta að vera talsvert gömul (frá miðlífsöld eða eldri) og hvíla á
fornri jarðskorpu. Ef þessi túlkun reynist rétt, má telja þessar niðurstöður sönnun þessað
Jan Mayen hryggurinn sé raunverulega flís úr meginlandskorpu. Þar með eru líkur á að
þar megi búast við jarðfræðilegum aðstæðum svipuðum þeim sem þekkjast við Grænland
og Noreg, og þar sem aðstæður eru líklegar til olíumyndunar. Þó skal sá varnagli sleginn,
að hluti af ofangreindum jarðlögum gætu einnig hugsanlega verið hraunlög, og einnig
geta setlögin verið gjörsamlega „geld“ þó gömul séu.
Vesturjaðar hryggjarins er mótaður af misgengjum, sem sjást mjög vel í mælingunum.
Jarðskorpan vestan við hrygginn er sundurkubbuð og teygð meginlandsskorpa, sem nú er
að mestu hulin enn yngri hraunabreiðu sem myndaðist fyrir um 25 milljónum ára, á
svipuðum tíma og hafsbotnsgliðnun hófst þar vestra af krafti.
Einnig er fróðlegt að skoða sniö þvert í gegnum svæðið sunnan hins eiginlega Jan
Mayen hryggjar (mynd 5b). Þar sést í aðalatriðum svipað, nema hvað brotahreyfingar
hafa verið mikilvirkari og tognun jarðskorpunnar meiri. Enginn aðalhryggur stendur upp
úr, en nokkrir minni rindar rísa þar. Þeir eru greinilega snaraðar jarðskorpuræmur milli
mikilla misgengja. Yngri hraunasyrpan er einnig útbreiddari þar suður frá, hylur víðlend
svæði og hindrar könnun á því sem undir liggur. Einkum verður það bagalegt þegar reynt
er að rekja þessar jarðmyndanir suður í átt til íslands.
Þróunarsaga hryggjarins er rakin í dæmigerðu þversniði á 6. mynd.