Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 181
Olíuleit 179
Vestur-austur þversnið yfir Jan Muyen hrygg, sem sýnir helstu jarðlagamyndanir og tengslþeirra við
hugsanlega olíumyndun. Dökka breiða línan táknar reiknaða lágmarksdýpt olíumyndunar. Örvar
og punktar tákna mögulegar tilfœrsluleiðir og samsöfnunarstaði olíu.
endurkastsmælinga árið 1988. Mælilínurnar eru sýndar á 8. mynd. Markmiðið var annars
vegar að kanna í smáatriðum athyglisvert svæði norður á Jan Mayen-hrygg, en hins vegar
að fá grófa mynd af suðursvæðinu. Normenn kostuðu siglinguna, en gögnin voru unnin
með tölvu Orkustofnunar, og nú stendur túlkun þeirra fyrir dyrum.
Pað er sameiginlegt álit norskra og íslenskra sérfræðinga að næsti afgerandi áfangi í
rannsókn jarðlaga Jan Mayen-hryggjar hljóti að vera rannsóknarboranir. Ekkert verður
fullyrt um gerð, aldur og eiginleika jarðlaganna íyrr en fengist hafa sýnishorn úr
borholum. Rannsókn með borunum á hafsbotni er dýr, og er nú með öllu óvíst hvenær að
þeirri framkvæmd kenrur. Að líkindum er norska ríkið ófúst til að leggja út í þann kostnað
á þessu stigi, enda er sú framkvæmd ekki hluti rannsóknarskyldunnar sem milliríkja-
samningurinn kveður á um. Þó er áhugi hjá báðum rannsóknaraðilum á því að halda
samstarfinu viö lýði, og ýnris önnur nytsamleg rannsóknarverkefni bíða úrlausnar.
Að líkindum verður að bíða þess að markaðsaðstæður hvetji til frekari könnunar með
rannsóknarborunum. Áhugi olíufélaganna á þessu svæði er nú lítill eins og marka má af
því að einungis eitt félag, norska ríkisolíufélagið Statoil, hefur keypt mæligögnin. Sem
stendur verður að viðurkenna að svæðið er ekki sérlega fýsilegt til olíuleitar. Ein ástæðan
er sú að jarðlagagerðin er lítt þekkt miðað við önnur vel könnuð olíusvæði, og
vísbendingar um áhugaverð setlög eru takmarkaðar. Annar ókostur er vinnslutæknilegs
eðlis, þar sem vinnsla olíu á 800 m sjávardýpi eða meira á þessu afskekkta og erfiða
hafsvæði væri líklega ómöguleg með núverandi tækni. Þó er engan veginn ástæða til að
afskrifa Jan Mayen-hrygginn sem olíusvæði. Tækni til olíuvinnslu í djúpum sjó fleygir
fram, og spurn eftir olíu á sjálfsagt eftir að haldast lengi enn.
Tilvísanir
Ákermoen, T., 1989. Jan Mayen-Ryggen: et seismisk stratigrafisk og strukturelt
studium. Institutt for geologi, Universitetet i Oslo.
Guðlaugsson, S.T., Gunnarsson, K., Sand, M. & Skogseid, J., 1988. Tectonic and
volcanic events at the Jan Mayen Ridge microcontinent. í Morton A.C. & Parson, L.M.
(eds). Early Tertiary Volcanism and the opening of the NE Atlantic. Geological Society
Special Publication No. 39, pp. 85-93.
Johnson, G.L. og Heezen B.C., 1967. Morphology and evolution in the Norwegian-
Greenland Sea. Deep-Sea Res., 14, 755-771.