Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 187
Ratsjárgögn 185
Eins og áður er lýst hefur Flugmálastjórn unnið að því á undanförnum árum að
endurbæta og endurnýja búnað sinn á þessu sviði. Þannig eru nú í notkun fjórir
ratsjárskjáir í flugstjórnarmiðstöðinni, af þeirri gerð sem sjá má á mynd 2. Skjáirnir, sem
eru hver um sig búnir öflugri tölvu, voru upphafiega keyptir árið 1984 sem hluti af nýju
kerfi, sem tengdist ratsjánni á Keflavíkurflugvelli. Þegar byrjað var að vinna að tengingu
við ratsjá varnarliðsins í Stokksnesi árið 1986, þurfti að gera ýmsar endurbætur á þessu
kerfi. Segja má, að með því verkefni hefjist vinna við þróun og hönnun ratsjárvinnslu-
kerfa hér á landi.
3. Þróun ratsjártækni hérlendis
Ratsjárskjáirnir, nú eru í notkun og nefnast Starcon (Stand-alone Radar Console), eru í
eöli sínu sjálfstæð kerfi. þar sem hver skjár er tengdur einni ratsjá. 1 reynd var
hugbúnaðurinn upphaflega aðlagaður hverri ratsjá og því mjög óhægt um að breyta
tengingu milli skjánna og ratsjárstöðvanna. Þetta var eðlileg ráðstöfun miðað við þá
forsendu, að hér var nánast aðeins ein ratsjá til afnota þegar skjáirnir voru keyptir.
Jafnframt var þetta fyrirkomulag heppilegt að því leyti, að bilun í búnaðinum hafði aðeins
áhrif á einn skjá en ekki allt kerfið.
Þessi viðhorf breyttust hinsvegar, þegar tenging við ratsjána í Stokksnesi komst á
dagskrá. Jafnframt var þá orðið ljóst, að æskilegt yrði að nota áfram ratsjána á
Miðnesheiði, þar seni tekin hafði verið ákvörðun um að endurnýja búnað þessarar
stöðvar. Því var ákveðið, að þróa sérstakan tengibúnað fyrir ratsjárgögn í flugstjórnar-
miðstöðinni. Hlutverk þessa búnaðar skyldi vera aðgefa kost á að breyta tengingum milli
skjánna og ratsjánna án tafar, þ.e. að gefa flugumferðarstjórum kost á að skipta um mynd
á skjánum í stað þess að vera bundna við að nota sömu ratsjána. Leitaö var hófanna um
kaup á slíkum búnaði m.a. hjá þeim aðilja, sem framleiddi ratsjárskjáina. Fljótlega varð
Slarcon ratsjárskjúir í flugstjórnarmiðslöðinni í Reykjavík.