Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 189
Ratsjárgögn 187
unnar, eins og þetta kerfi er nú nefnt. Þetta verk var í höndum Bergs Þórissonar
tölvunarfræðings. Þriðji hluti verkefnisins fólst í að ganga frá tengibúnaði kerfisins. Hér
kom tvennt til. í fyrsta lagi þurfti að þróa hugbúnað fyrir örtölvur tengispjaldanna og
koma á tengingu við aðalhugbúnað tölvunnar. Auk þess var nauðsynlegt að sjá til þess að
kerfið héldi áfram að starfa þótt tölvan bilaði eða væri stöðvuð, t.d. vegna viðhalds. í
þessu skyni var hannaður sérstakur rofabúnaður, sem breytir tengingum milli ratsjánna
og skjáanna í upphaflegt horf, ef tölvan stöðvast af einhverri ástæðu. Brandur St.
Guðmundsson rafmagnsverkfræðingur hafði veg og vanda af þessu verki, en hann hafði
þá þegar öðlast mikla reynslu í meðferð ratsjárgagna. Alls tók þetta verkefni rúm tvö ár
og var því lokið í lok ársins 1988. Kerfið, sem sjá má á mynd 3, var síðan tekið í notkun í
janúar árið 1989 að loknum ítarlegum prófunum.
4. Eiginleikar ratsjárskiptikerfisins
Mynd 4 gefur heildaryfirlit af ratsjárskiptikerfinu, sem verið hefur í notkun síðastliðin tvö
ár og nefnist Radar Data Switch eða RDS á ensku. Þar má sjá hvernig línur frá
ratsjárstöðvunum tengjast inn í aðaltölvu kerfisins, en í flestum tilvikum er urn að ræða
tvær línur frá hverri ratsjárstöð, ef frá er talin stöðin í Færeyjum, þar sem aðeins er um
eina línu að ræða. Þessar línur flytja gögn með samhæfðum (synchronous) hætti með 2400
bita/sek. gagnahraða. Tölvur tengispjaldanna sjá að öllu leyti um nróttöku skeytanna og
létta þannig undir með aðaltölvu kerfisins. Þetta er einkum mikilvægt, þar sem sendur er
samfelldur gagnastraumur frá ratsjánum. Þannig eru send tóm skeyti (idle messages), ef
ekki eru gögn frá ratsjánni tilbúin til sendingar. Þá sjá tölvur tengispjaldanna um allar
nauðsynlegar breytingar á gagnaforminu, en eins og áður er getið er notað sérstakt 13 bita
R/L: rafliöar
RATSJÁRKERFI
RATSJARSKIPTIKERFI
FLUGSTJÓRN
Myncl 4:
Uppbygging ratsjárskiptikerfis (Radar Data Switch) Flugmálastjórnar.